Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 9

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 9
2.2. Grundvallarreglurnar í lögum nr. 74/1921 um tekjuskatt og eignar- skatt. Fyrstu íslenzku ákvæðin um ágóða af sölu eigna eru síðan lögfest í e. lið 8. gr. og a. lið 10. gr. laga nr. 74/1921. 8. grein e. liður (síðar 7. gr. E) hljóðar svo: Skattskyldar tekjur teljast . . . ,,Ágóði við sölu á fasteign eða lausa- fé, enda þótt salan falli ekki undir at- vinnurekstur skattgreiðanda, ef ætla má, að hann hafi keypt eignina eða öðlast hana á annan hátt í því skyni að selja hana aftur með ágóða, eða hún hefir ver- ið í eigu hans skemur en 3 ár. Þó má draga frá þessum ágóða skaða, sem orðið kynni að hafa á samskonar sölu á árinu.“ 10. grein a., sem er óbreytt í gildandi tekjuskattslögum, sbr. 10. grein A í lögum nr. 68/1971, hljóðar svo: Til tekna telst ekki . . . „Sá eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda hækka í verði — hins vegar kemur heldur ekki til frá- dráttar tekjum þótt slíkir fjármunir lækki í verði —, ekþi heldur tekjur, sem stafa af sölu á eignum skattgreiðanda (að meðtöldum verðbréfum), nema slík sala falli undir atvinnurekstur hlutaðeig- andi skattgreiðanda, t.d. fasteignaverzlun, eða hún falli undir ákvæðin í 8. gr. e; þegar svo stendur á, telst verzlunarhagn- aðurinn af sölunni til tekna, og eins má draga frá honum þann skaða, sem orð- ið kynni að hafa á samskonar sölu á árinu.“ I upphafsákvæði 8. greinar var svo almenna ákvæðið urn skattskyldar tekj- ur, sem nú finnst óbreytt í upphafsá- kvæði 7. greinar núgildandi tskl. nr. 68/ 1971: „Skattskyldar tekjur teljast, með þeim undantekningum og takmörkunum, er síðar greinir, allskonar arður, laun eða gróði, er gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða einstökum verknaði eða at- vikum, ef þetta verður metið til pen- ingaverðs, svo sem:“ Síðan eru rakin hin ýmsu tekjudæmi og er e. liður um söluágóða fasteigna eitt ])eirra. Svo sem sjá má er e. liður 8. gr. snið- inn eftir frumvarpi stjórnarinnar frá 1913 og í athugasemdum við greinina eru endurtekin söinu rök og í athuga- semdum við 1913-frumvarpið, sbr. hér að framan. Þá er tekið fram, að svipuð ákvæði gildi í Svíþjóð og NoregiA Svíar hættu við spekulationregluna ár- ið 1910 og eftir það fór skattlagning söluhagnaðar fasteigna, sem ekki voru seldar í atvinnuskyni, eftir því, hve lengi fasteignin hafði verið í eigu seljanda. Á- kvæðið í 8. gr. e. sækir hins vegar greinilega fvrirmynd sína í norsku land- skatteloven 43. gr. 2. málsgr., eins og það ákvæði hljóðaði eftir breytinguna 3. maí 1918. A. liður 10. gr. er hins vegar næstum því orðrétt þýðing á dönsku ákvæðunum um söluágóða í a. lið 5. gr. statsskatte- loven nr. 144 8. júní 1912. Ákvæði íslenzkra tekjuskattslaga um skattskyldar tekjur eru framsett á sama hátt og gert er í dönsku tekjuskattslögun- um. í 8. gr. laganna frá 1921 er þannig *Alþingistíðindi 1921 A, bls. 74. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.