Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 52

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 52
fyrir. í meginatriðum virðast tillögur þeirra vera samhljóða hugmyndum þeirra Edwards og Bell. Þeir leggja ríka áherzlu á, að í rekstrarreikningi fyrirtækja sé sýnd sams konar stærð og sú, sem hér að framan hefur verið nefnd gengur rekstr- arhagnaður (gangverðshagnaður; current cost profit). Hann verður til, eftir að frá tekjum vegna seldra afurða hafa verið dregin gæði, sem notuð hafa verið við öflun teknanna, metin á notavirði. Að því er varðar mat vörunotkunar eiga þeir al- gjöra samleið með þeim Edwards og Bell. Afskriftir, samkv. Sandilands-tillögun- um, skulu reiknaðar af viðeigandi virðis- stofni, sem ekki er ávallt EKV eins og þegar hefur komið fram. Sé notazt við ákvcðna prósentutölu, getur verið talin ástæða til að breyta um tölu, ef breyt- ing verður á skoðunum um væntanlegar eftirstöðvar notkunartíma fjármunar, al- veg eins og eðlilegt er að gera í hefð- bundnum reikningsskilum. A því ári þeg- ar breyting verður á virðingargrundvell- inum, t.d. frá EKV til NV, er mælt með því, að afskriftir séu reiknaðar af hinum nýja virðisstofni með þeim hundraðs- hluta, sem svarar til eftirstöðva notkun- artíma. í dærni, sem tckið er 1 álits- gerðinni, er í upphafi árs notazt við EKV, sem er þá £120. í lok árs er NV = £80 og áætlaður notkunartími 8 ár. Á árinu yrðu afskriftir ákveðnar £10, en óinnleystur geymsluhagnaður yrði lækk- aður um £30. (Því má skjóta inn, að Sandilands-nefndin rnælir með, að yfir- leitt sé afskrifað af notavirði í árslok, en ekki af meðaltali á árinu eins og þeir Edwards og Bell gera). Hér er þess ekki kostur að gera þess- um tillögum frekari skil, enda hefur meginboðskapur nefndarinnar þegar ver- ið kynntur. Um þá leiðréttingu vörunotk- unar og afskrijta, sem gerð hafa verið sérstaklega að umtalsefni, segir nefndin (í frjálslegri þýðingu) : „Að því er varð- ar reksírarreikninginn, þá álítum við, að þessar tvær leiðréttingar á reikningsskil- um samkv. hefðbundnum aðferðum, og þœr tvær einar, feli í sér heiltækt (comp- rehensive) kerfi reikningsskila, sem séu fyllilega við hæfi á tímum verðbólgu“.* Sem dæmi um viðfangsefni, sem hér hefur ekki verið hægt að taka til með- ferðar og sem hafa reyndar hjá Sandi- lands-nefndinni alveg fallið í skugga hinna brýnni úrlausnarefna, má nefna meðferð óefnislegra fjármuna. Það mál þarfnist miklu rækilegri athugunar en þeir hafi getað komið við og að svo stöddu mæli þeir með, að beitt verði að- ferð hefðbundinna reikningsskila við með- ferð þeirra. Skuldir til langs tíma er ann- að dæmi um efni, sem hefur orðið útund- an, og sem sömuleiðis hefur ekki verið fullafgreitt hjá Sandilands-nefndinni. Skuld til langs tíma, (t.d. vaxtabréfalán), getur einhverju sinni borið hærri eða lægri vexti en markaðsvöxtum nemur, og fyrirtæki getur átt þess kost að leysa til sín skuldina hvenær sem er fyrir gjald- daga. Markaðsvirði skuldabréfa fyrirtæk- is gæti einhverju sinni verið lægra held- ur en nemur bókfærðum eftirstöðvum skuldarinnar. Neikvætt notavirði skuldar- innar er þá lægra heldur en sú fjárhæð, *Sjá tilvísun (4), bls. 162-3. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.