Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 20

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 20
islenzka dóma og úrskurði þar sem reyn- ir á atvinnurekstrarregluna og gróða- skynsregluna, jafnframt því sem ég reyni að finna danskar hliðstæður þeirra. 5.2. Islenzkir og danskir dömar og úrskurðir Eftirfarandi skammstafanir verða not- aðar hér á eftir. Ufr., Ugeskrift for rets- væsen. ÖLD., Östre landsrets dom. H., danskur hæstaréttardómur. LSR,. Lands- skatteretten. Hrd., íslenzkur hæstaréttar- dómur. Rskn., íslenzka rikisskattanefndin. Fyrsti íslenzki dómurinn, þar sem reyndi á hvort um gróðaskynssölu væri að ræða í santbandi við fasteignir, var kveðinn upp árið 1957 í bæjarþingsmál- inu nr. 1131/1956. Þegar hafður er i huga allur sá fjöldi af dönskum dómum, sem þá höfðu ver- ið kveðnir upp vegna dönsku gróða- skynsreglunnar, mætti ætla að 5 ára regla íslenzku tekjaskattslaganna hafi sparað ís- lenzkum dómstólum talsverða vinnu. Það er þó óvarlegt, að draga of víðtækar á- lyktanir af þessu, vegna þess hve hús- næðis- og landrýmisvandamál í löndun- unt tveim eru ólík, auk þess sem hin þjóðfélagslega uppbygging og þróun er mismunandi. Dómurinn hefur það sameiginlegt með mörgum öðrum íslenzkum dómum og úrskurðum að skattkrafan er bæði byggð á gróðaskynssjónarmiðum og at- vinnusjónarmiðum. Dómur bœjarþings Reykjavíkur nr. 1131/1956 Þ, sem fengist hafði við byggingar- vinnu sem verkamaður, reisti á árun- um 1943—45 einbýlishús við Æ-götu 109, sem var ein hœð og kjallari. Á- stœður þess, kvað liann hafa verið hjónabandshugleiðingar sínar. Sökum fjárliagsörðugleika seldi hann llæðina í ársbyrjun 1946, en flutti í kjallarann með fjölskyldu sína og bjó þar til rnaí/ híní 1951, er liann seldi kjallaraíbúð- ina. Á árunum 1944 og meir og minna til ársins 1955 fékkst Þ við smíðar og sölu íbúða, en hafði auk þess nokkrar aðrar tekjur, aðallega húsaleigutekjur. Söluhagnaðurinn af sölu kjallara- íbúðarinnar, sem Þ hafði átt í u.þ.b. 5 ár og 4 mánuði og búið í, töldu skattyfirvöld skattskyldan. Byggðu þau á því, að atvinna Þ, þegar umrætt hús var reist og síðar, hafi verið í því fólgin að byggja og selja hús, og báru fyrir sig upphafsákvæði 7. greinar tekjuskattlaga (tekjur af atvinnu), e. lið 7. gr. (gróðaskynsreglan) og upp- hafsákvæði 9. gr., sbr. nú A. lið 10. greinar tskl. Þ taldi hins vegar, að atvinna lians hefði ekki verið með þeim hœtti að réttmætti skattlagningu, og að llann hefði átt íbúðina og notað til íbúðar lengur en 5 ár, sem útilokaði að heim- ilt væri að telja honum hagnaðinn til skattskyldra tekna. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu, að þeirri staðhæfingu Þ, að hann hafi ætlað sér að taka húsið við Æ-götu 109 til eigin nota, er hann reisti það, hafi ekki verið hnekkt, og að liúsbyggingarstarfsemi hans á þeim tíma hefði verið á því byrjunarstigi, að hún gæti ekki talist atvinnurekstur. I 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.