Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 20

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 20
islenzka dóma og úrskurði þar sem reyn- ir á atvinnurekstrarregluna og gróða- skynsregluna, jafnframt því sem ég reyni að finna danskar hliðstæður þeirra. 5.2. Islenzkir og danskir dömar og úrskurðir Eftirfarandi skammstafanir verða not- aðar hér á eftir. Ufr., Ugeskrift for rets- væsen. ÖLD., Östre landsrets dom. H., danskur hæstaréttardómur. LSR,. Lands- skatteretten. Hrd., íslenzkur hæstaréttar- dómur. Rskn., íslenzka rikisskattanefndin. Fyrsti íslenzki dómurinn, þar sem reyndi á hvort um gróðaskynssölu væri að ræða í santbandi við fasteignir, var kveðinn upp árið 1957 í bæjarþingsmál- inu nr. 1131/1956. Þegar hafður er i huga allur sá fjöldi af dönskum dómum, sem þá höfðu ver- ið kveðnir upp vegna dönsku gróða- skynsreglunnar, mætti ætla að 5 ára regla íslenzku tekjaskattslaganna hafi sparað ís- lenzkum dómstólum talsverða vinnu. Það er þó óvarlegt, að draga of víðtækar á- lyktanir af þessu, vegna þess hve hús- næðis- og landrýmisvandamál í löndun- unt tveim eru ólík, auk þess sem hin þjóðfélagslega uppbygging og þróun er mismunandi. Dómurinn hefur það sameiginlegt með mörgum öðrum íslenzkum dómum og úrskurðum að skattkrafan er bæði byggð á gróðaskynssjónarmiðum og at- vinnusjónarmiðum. Dómur bœjarþings Reykjavíkur nr. 1131/1956 Þ, sem fengist hafði við byggingar- vinnu sem verkamaður, reisti á árun- um 1943—45 einbýlishús við Æ-götu 109, sem var ein hœð og kjallari. Á- stœður þess, kvað liann hafa verið hjónabandshugleiðingar sínar. Sökum fjárliagsörðugleika seldi hann llæðina í ársbyrjun 1946, en flutti í kjallarann með fjölskyldu sína og bjó þar til rnaí/ híní 1951, er liann seldi kjallaraíbúð- ina. Á árunum 1944 og meir og minna til ársins 1955 fékkst Þ við smíðar og sölu íbúða, en hafði auk þess nokkrar aðrar tekjur, aðallega húsaleigutekjur. Söluhagnaðurinn af sölu kjallara- íbúðarinnar, sem Þ hafði átt í u.þ.b. 5 ár og 4 mánuði og búið í, töldu skattyfirvöld skattskyldan. Byggðu þau á því, að atvinna Þ, þegar umrætt hús var reist og síðar, hafi verið í því fólgin að byggja og selja hús, og báru fyrir sig upphafsákvæði 7. greinar tekjuskattlaga (tekjur af atvinnu), e. lið 7. gr. (gróðaskynsreglan) og upp- hafsákvæði 9. gr., sbr. nú A. lið 10. greinar tskl. Þ taldi hins vegar, að atvinna lians hefði ekki verið með þeim hœtti að réttmætti skattlagningu, og að llann hefði átt íbúðina og notað til íbúðar lengur en 5 ár, sem útilokaði að heim- ilt væri að telja honum hagnaðinn til skattskyldra tekna. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu, að þeirri staðhæfingu Þ, að hann hafi ætlað sér að taka húsið við Æ-götu 109 til eigin nota, er hann reisti það, hafi ekki verið hnekkt, og að liúsbyggingarstarfsemi hans á þeim tíma hefði verið á því byrjunarstigi, að hún gæti ekki talist atvinnurekstur. I 18

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.