Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 51

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 51
aði, sem leggja verður í til að koma hlutnum til hæstbjóðanda. (3) Núvirði (NV) væntanlegra fram- tíðartekna af notkun eða annarri væntanlegri meðferð fjármunarins (þetta er tekjuvirði). Sérhvern fjármun ætti að vera hægt að meta út frá þessum þrem viðhorfum. Til greina koma þá eftirfarandi 6 möguleikar um röð virðistalnanna. 1. HSV stærra en NV stærra en EKV 2. HSV stærra en EKV stærra en NV 3. NV stærra en EKV stærra en HSV 4. NV stærra en HSV stærra en EKV 5. EKV stærra en NV stærra en HSV 6. EKV stærra en HSV stærra en NV í tveim fyrstu tilfellunum væri fyrir tækið betur sett, ef það losaði sig við við- komandi fjármun í stað þess að eiga hann áfram, þar sem HSV er hærra en NV. Missirinn, sem fyrirtækið yrði að þola, næmi hins vegar ekki sjálfu HSV, held- ur EKV, þar sem fyrirtækið gæti bætt sér skaðann með endurkaupum sams kon- ar fjármunar fyrir. EKV f tilfellum 3 og 4 er fyrirtækið betur sett með áframhaldandi notkun fjármun- arins heldur en með sölu hans, þar sem NV er hærra en HSV. Hámark þess tjóns sem fyrirtækið yrði fyrir við missi fjármunarins, er hins vegar einnig EKV, ])ar sem fyrirtækið gæti tryggt sér virðið NV með endurkaupum sams konar fjármunar. Rétt er að minna á, að ef í lilut á notað framleiðslutæki, er með EKV átt við afskrifað EKV nýs fjármunar, þar sem virði fjármunarins er jafnt kostnaðinum við að setja í stað þess tæki, sem er í sama ástandi að því er varðar slit. f tilfellum 5 og 6 er virði fjármunar (notavirði) hins vegar ekki jafnt EKV. Hvorki við áframhaldandi notkun né við sölu gæti fyrirtæki gert sér svo gott úr fjármuninum, að það væri ekki betur sett með fjárhæðina EKV í hendi. Fjár- hæðin EKV gerði betur en að bæta því missinn. Ef fyrirtækið yrði svipt fjár- muninum, væri missir ])ess fjárhæð, sem er hin hærri stærðanna tveggja: NV og HSV: Niðurstaðan um, hver virðistala sé viðeigandi, verður því þessi: 1. EKV 2. EKV 3. EKV 4. EKV 5. NV 6. HSV Sandilands-nefndin getur sér þess til, að 3. tilfellið komi oftast fyrir í reynd og kunni að vera líklegra en öll hin tilfellin til samans. Tilfelli 1 og 2 séu e.t.v. ólík- legust, en tilfelli 6 nokkru líklegra. Um tilfelli 5 segir, að það komi helzt fyrir þegar í hlut eigi stór, sérhæfð og fágæt framleiðslutæki, með HSV nærri núlli. En jafnvel slík tæki tilheyri oftast tilfelli 3, nema framleiðnin sé mjög lítil eða nýt- ingarstig mjög lágt. Hugmyndir nefndarmanna um ágóða- hugtak tengjast að sjálfsögðu hugmynd- um þeirra um virðingu fjármuna til eign- ar, þeim sem nú hefur verið gerð grein 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.