Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 21
dóminum er einnig bent á, að Þ hafi búið í kjallaraíbúðinni í 5 ár og 4 mánuði. Þá segir í dóminum, að ekki sé fullnægt því skilyrði, að Þ hafi keypt kjallaraíbúðina i þeim tilgangi að selja hana aftur með hagnaði og var hann því sýknaður. Málið snýst hér fyrst og fremst um það, hvort sala kjallaraíbúðarinnar geti talist falla undir þá atvinnu Þ að byggja og selja hús, en gróðaskynssjón- armiðið skiptir minna máli. Dómurinn leggur áherzlu á það, að tilgangur Þ með smíði hússins hafi verið að nota það sjálf- ur til íbúðar. Svo sem áður er vikið að, skiptir það ekki verulegu máli í dönskum praksis, hver hafi verið tilgangurinn með öflun hinnar seldu eignar, þegar um er að ræða, hvort sala hefur farið fram í at- vinnuskyni eða ekki. í þessu sambandi má nefna danskan dóm. Ufr. 1929, bls. 596, ÖLD. Trésmíða- meistari hafði í mörg ár keypt fast- eignir og selt aftur liluta þeirra með hagnaði. Hann hélt því fram um kaup og sölu einnar af þessum fasteignum, að tilgangur hans með kaupunum hefði verið að útvega sér íbúð til eig- in afnota í eigninni. Dœmt var að kaupin og salan llafi fallið undir at- vinnu trésmíðameistarans og hagnað- urinn því skattskyldur. I Danmörku er það þannig einkenn- andi fyrir reglurnar um atvinnusölu, að það eru aðstæðurnar á þeim tíma sem salan fer fram, sem ráða úrslitum um mat á skattalegri afleiðingu sölunnar. Þegar um er að ræða sölu í gróðaskyni, eru það hins vegar aðstæðurnar við öflun eignarinnar, sem ráða úrslitum. í bæjarþingsdóminum hér að fram- an bjó skattþegninn í umræddri íbúð. í dönskum rétti hefur, eins og áður er vik- ið að, einnig verið talið skipta miklu máli, hvort skattþegn í byggingariðnað- inum hefur búið í hinni seldu fasteign. I LSR 1955, nr. 23 var niðurstaðan sú, að múrarameistari, sem árið 1933 hafði byggt hús til eigin nota, og sem hafði búið í húsinu þar til sala fór fram árið 1952, var ekki skattlagð- ur af hagnaðinum. Framkvæmdin í Danmörku á síðari ár- um gefur til kynna, að hagnaðurinn sé almennt ekki skattskyldur, samkvæmt at- vinnurekstrarreglunni, þegar skattþegn- inn hefur búið í viðkomandi húsnæði í nokkurn tíma. í þessu sambandi má nefna danskan hæstaréttardóm, Ufr. 1967, bls. 258 H. Þar var um að rœða trésmíðameistara, sem hafði byggt tvö raðllús til sölu. Hann flutti hins vegar í annað þeirra. Eftir að hafa búið í húsinu í u.þ.b. 10 ár seldi trésmíðameistarinn það. Hæstiréttur áleit söluna ekki vera þátt í atvinnu- rekstri hans. (Ágreiningur). Meiri hluti dómara lagði einnig áherzlu á það, að trésmíðameistarinn hafði yfir- tekið eignina á venjulegu verði. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.