Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 14

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 14
til skattskyldra tekna. Sönnunarbyrðin um ásetninginn hvíldi hins vegar á skatt- yfirvöldum, svo sem síðar verður fjallað nánar um. 3)5 ára reglan Ágóði af sölu fasteignar, sem verið hafði í eigu skattþegns skemur en 5 ár, var skattskyldur. Hér er um að ræða ó- afsannanlega líkindareglu. Grundvöllur reglunnar er, eins og áður greinir, að flestar gróðaskynssölur fari fram skömmu eftir að eignarinnar er aflað. Þessa reglu mætti e.t.v. kalla hlutlæga gróðaskyns- reglu, sbr. hins vegar regluna í 2, sem byggir á huglægum atriðum. Frá söluágóða af sölu fasteignar, sem skattskyld var samkvæmt gróðaskyns- reglunni eða 5 ára reglunni, mátti draga tap, sem orðið hafði á sams konar sölu á árinu. Tapið mátti hinsvegar ekki draga frá öðrum tekjum. 3.2. íslenzka og danska gróðaskyns- reglan Þegar íslenzka gróðaskynsreglan er borin saman við þá dönsku, kemur strax í ljós talsverður munur á reglunum. Danska reglan gerir að vísu ráð fyrir því, að sala innan 2ja ára feli í sér líkur fyrir því að um gróðaskyn hafi verið að ræða. Hins vegar er sá afgerandi munur, að skattþegn hefur möguleika á að hrinda þessum líkum. 2ja ára reglan er því fyrst og fremst sönnunarregla, þar sem sönn- unarbyrðin um að salan hafi ekki verið gróðaskynssala, hvilir á skattþegni hafi salan farið fram innan 2ja ára frá því að eignarinnar var aflað. Ef salan fer hins vegar fram eftir 2 ár frá því að eignar- innar var aflað, hvilir sönnunarbyrðin á skattyfirvöldum. íslenzka gróðaskynsreglan gat átt við allar sölur án tillits til eignarhaldstíma, ef skilvrði hennar voru að öðru leyti upp- fyllt. 5 ára reglan hafði það hins vegar í för með sér, að gróðaskynsreglan varð ekki raunhæf nema um sölur, sem fóru fram eftir 5 ár, samanber þó eftir 1954. 3.3. Breytingarnar til 1971 3.3.1. Árið 1942 Með lögum nr. 20/1942, 2. gr. 2. mgr., er gerð viðbót við e. lið 7. greinar. Þar var ákveðið að 5 ára reglan um skattlagningu söluágóða fasteigna skyldi ekki gilda, ef skattþegn hafði eignast hina seldu eign við arftöku. En ef um fyrir- framgreiðslu arfs væri að ræða, skyldi eignarhaldstíminn ákveðinn sem saman- lagður eignarhaldstími arfleifanda og erf- ingja. Nú er samanlagður eignarhalds- tími arfleifanda og erfingja lagður til grundvallar bæði við arftöku og fyrir- framgreiðslu arfs, sbr. 12. mgr. E. liðs 7. gr. laga nr. 68/1971. Mér er ekki kunn- ugt um neinn dóm eða úrskurð, sem sker úr um það, hvort undanþágan frá skatt- skyldu vegna sölu eigna, sem fengnar eru að arfi. hafi einnig náð til gróðaskynssölu, en eðlilegt er að álíta að sama aðalregl- an hafi gilt og í Danmörku, þ.e. að þær kringumstæður, að eignin væri fengin að arfi, hafi útilokað beitingu gróðaskyns- reglunnar. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.