Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 14

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 14
til skattskyldra tekna. Sönnunarbyrðin um ásetninginn hvíldi hins vegar á skatt- yfirvöldum, svo sem síðar verður fjallað nánar um. 3)5 ára reglan Ágóði af sölu fasteignar, sem verið hafði í eigu skattþegns skemur en 5 ár, var skattskyldur. Hér er um að ræða ó- afsannanlega líkindareglu. Grundvöllur reglunnar er, eins og áður greinir, að flestar gróðaskynssölur fari fram skömmu eftir að eignarinnar er aflað. Þessa reglu mætti e.t.v. kalla hlutlæga gróðaskyns- reglu, sbr. hins vegar regluna í 2, sem byggir á huglægum atriðum. Frá söluágóða af sölu fasteignar, sem skattskyld var samkvæmt gróðaskyns- reglunni eða 5 ára reglunni, mátti draga tap, sem orðið hafði á sams konar sölu á árinu. Tapið mátti hinsvegar ekki draga frá öðrum tekjum. 3.2. íslenzka og danska gróðaskyns- reglan Þegar íslenzka gróðaskynsreglan er borin saman við þá dönsku, kemur strax í ljós talsverður munur á reglunum. Danska reglan gerir að vísu ráð fyrir því, að sala innan 2ja ára feli í sér líkur fyrir því að um gróðaskyn hafi verið að ræða. Hins vegar er sá afgerandi munur, að skattþegn hefur möguleika á að hrinda þessum líkum. 2ja ára reglan er því fyrst og fremst sönnunarregla, þar sem sönn- unarbyrðin um að salan hafi ekki verið gróðaskynssala, hvilir á skattþegni hafi salan farið fram innan 2ja ára frá því að eignarinnar var aflað. Ef salan fer hins vegar fram eftir 2 ár frá því að eignar- innar var aflað, hvilir sönnunarbyrðin á skattyfirvöldum. íslenzka gróðaskynsreglan gat átt við allar sölur án tillits til eignarhaldstíma, ef skilvrði hennar voru að öðru leyti upp- fyllt. 5 ára reglan hafði það hins vegar í för með sér, að gróðaskynsreglan varð ekki raunhæf nema um sölur, sem fóru fram eftir 5 ár, samanber þó eftir 1954. 3.3. Breytingarnar til 1971 3.3.1. Árið 1942 Með lögum nr. 20/1942, 2. gr. 2. mgr., er gerð viðbót við e. lið 7. greinar. Þar var ákveðið að 5 ára reglan um skattlagningu söluágóða fasteigna skyldi ekki gilda, ef skattþegn hafði eignast hina seldu eign við arftöku. En ef um fyrir- framgreiðslu arfs væri að ræða, skyldi eignarhaldstíminn ákveðinn sem saman- lagður eignarhaldstími arfleifanda og erf- ingja. Nú er samanlagður eignarhalds- tími arfleifanda og erfingja lagður til grundvallar bæði við arftöku og fyrir- framgreiðslu arfs, sbr. 12. mgr. E. liðs 7. gr. laga nr. 68/1971. Mér er ekki kunn- ugt um neinn dóm eða úrskurð, sem sker úr um það, hvort undanþágan frá skatt- skyldu vegna sölu eigna, sem fengnar eru að arfi. hafi einnig náð til gróðaskynssölu, en eðlilegt er að álíta að sama aðalregl- an hafi gilt og í Danmörku, þ.e. að þær kringumstæður, að eignin væri fengin að arfi, hafi útilokað beitingu gróðaskyns- reglunnar. 12

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.