Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 24

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 24
veðbréf í eigninni af gamalli konu. Á nauðungaruppboðinu var honum lögð út eignin sem ófullnœgðum veðhafa. Um það bil fjórum árum síðar seldi hann eignina með hagnaði. Skattþegn- inn hélt því fram, að atvinnustarfsemi hans hefði takmarkast við kaup og endursölu einbýlishúsa, en kaup hans á þeirri eign, sem málið snérist um og á öðru útleiguhúsnœði hefði farið fram í fjárfestingarskyni. Skattþegn- inn vísaði í þessu sambandi til þess, að hann hefði átt eignina í fjögur og liálft ár áður en sala fór fram og, að hann hefði selt eignina til þess að útvega fé til greiðslu á sköttum. Rétturinn komst Jlins vegar að þeirri niðurstöðu, að kaup og sala greindrar eignar vœri lið- ur í venjulegri starfsemi skattþegnsins og að söluhagnaðurinn skyldi þess vegna teljast til skattskyldra tekna hans. íslenzk dómaframkvæmd hefur hins vegar verið skattþegnum hagstæðari að þessu leyti. Á þetta reyndi í hœstaréttardómi í 39. bindi 1968, bls. 292. Lögmaðurinn A átti land- spildu skammt frá Reykjavík og hluta í tveimur húseignum i Reykjavík. Hús- in í Reykjavík hafði A keypt ásamt fé- laga sínum K, fyrir lítið verð að mati skattyfirvalda, og fluttu þeir húsin af lóðum í miðborginni á lóð í úthverf- unum, þar sem þeir innréttuðu þau sem leiguliúsnœði. A seldi þessar eign- ir á tímabilinu 1959—1961 eftir að hafa átt þœr lengur en 5 ár. Skatt- yfirvöld töldu, að A hefði keypt eign- irnar í því skyni að selja þœr aftur með hagnaði, og var söluhagnaður- inn talinn til skattskyldra tekna hans, sbr. e. lið 7. greinar tekjuskattslag- anna. Skattyfirvöld héldu því m. a. fram, að A hefði ekki þurft á fasteign- unum að halda. Hann hefði ekki búið í þeim sjálfur og ekki átt þær nema skamman tíma eftir að 5 ára frestur- inn var liðinn. Þá bentu þau á, að at- vinna stefnda hefði verið að reka mál- flutnings- og fasteignasöluskrifstofu, og að slík atvinnustarfsemi vœri með þeim hœtti, að líklegt vœri, að hann hefði keypt fasteignirnar í því skyni að selja þœr aftur með hagnaði. Að lokum bentu skattyfirvöld á það, að á tímabilinu 1952—1961 hefði A, auk þeirra fasteigna, sem um var deilt í málinu keypt og selt a.m.k. 5 aðrar fasteignir. í dómi hœstaréttar segir, að land- spilduna fyrir utan Reykjavík liafi A keypt og reist þar sumarbústað til eig- in nota. Með hliðsjón af þessari nýt- ingu lendunnar var eigi talið, að liagn- aður af sölu hennar ætti að teljast til skattskyldra tekna A. Húsliluta þá í Reykjavík, er í málinu getur, kvaðst A hafa keypt í því skyni að leigja þar út íbúðir, en ekki til þess að selja hús- næðið aftur með hagnaði. Leiga ibúð- anna hafi hins vegar ekki gefið góða raun og meðal annars af þeim sökum hafi llann selt þessar eignir. Þar sem skýrslu A um þetta efni var ekki hnekkt, var dæmt, að umræddur sölu- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.