Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 40

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 40
 útfararverð. Þegar þessu viðhorfi er beitt gagnvart afurðum, sem hafa orðið til í fyrirtækinu, eru þær metnar sem sam- tala upphafiegs inntaksverðs þeirra gæða, sem til framleiðslunnar hefur verið varið. Kenning Edwards og Bell um gangverðsreikningsskil Nú erum við í aðstöðu til að kynnast hugmyndum um endurbætur á hefð- bundnum reikningsskilum. Kenningu sína settu þeir Edgar O. Edwards og Philip W. Bell fram í ritinu The Theory and Measurement of Business Income, sem út kom árið 1961.* Þeir Edwards og Bell lögðu til, að tekin yrði önnur staða í tímavídd reglunnar um innleystar tekj- ur, nefnilega að gæði skyldu metin á inntaksgangi'erði í stað upphaflegs inn- takskaupverðs. Með gangverði (current cost/price) er átt við verð, sem ráðið hefur á því tímabili eða þeim timamörk- um, sem fjárhagsskýrsla er gerð fyrir. Að því er varðar rekstrarreikninginn felur þessi tillaga í sér, að notuð gæði verði, án tillits til þess, hvenær þeirra var afl- að, metin til gjalda á því verði, sem fyrir slík gæði hefði orðið að gjalda, þegar jreim var fórnað við öflun tekna. Hægt er að afmarka fjóra hugsanlega hluta (components) hagnaðar tímabils: (A) Gengur rekstrarliagnaður (Current Operating Profit). Mismunurinn á *Edgar 0. Edwards og Philip W. Bell: The Theory and Measurement of Business In- come, University of California Press, Berkeley. California, 1961. söluvirði seldra vara og gengu virði jieirra gæða, sem fólgin eru í hinu selda eða m.ö.o. jaeim inn- taksgæðum, sem tengd eru hinu selda. (NB: Hér er ekki hirt um að aðgreina fjármagnsgjöld frá eiginlegum rekstrargjöldum). (B) Innleysanlegur geymsluhagnaður (Realizable Holding Gains). Sú aukning, sem verður á tímabilinu á gangverði fjármuna, sem fyrir- tækið á út tímabilið. Þessi hagnað- ur samanstendur af þremur liðum: (1) Hagnaður, sem myndast og er innleystur á viðkomandi tíma- bili við beina sölu fjármunar, ]d. e. a.s. sölu fjármunar í óbreyttu formi frá því sem var við kaup hans; (2) hagnaður, sem myndast og er innleystur á viðkomandi tímabili við notkun fjármunar í framleiðslu afurða, sem eru seldar á timabilinu; (3) hagnaður, sem myndast á timabilinu, en hefur þó ekki verið innleystur í lok þess. (C) Geymsluliagnaður innleystur við heina sölu (Holding Gains Rea- lized Through Direct Sale). Mis- munur á fengnu söluverði og (af- skrifuðu) upphaflegu kaupverði við óreglubundna sölu fjármuna. Hér er átt við sölu fjármuna, sem ekki fellur undir aðalverksvið fyr- irtækisins, svo sem þegar iðnfyrir- tæki selur notaða vél eða verð- bréf. Þessi liður innifelur lið B (1) að framan svo og hagnað, sem hefur myndazt á fyrri timabilum, 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.