Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 40

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 40
 útfararverð. Þegar þessu viðhorfi er beitt gagnvart afurðum, sem hafa orðið til í fyrirtækinu, eru þær metnar sem sam- tala upphafiegs inntaksverðs þeirra gæða, sem til framleiðslunnar hefur verið varið. Kenning Edwards og Bell um gangverðsreikningsskil Nú erum við í aðstöðu til að kynnast hugmyndum um endurbætur á hefð- bundnum reikningsskilum. Kenningu sína settu þeir Edgar O. Edwards og Philip W. Bell fram í ritinu The Theory and Measurement of Business Income, sem út kom árið 1961.* Þeir Edwards og Bell lögðu til, að tekin yrði önnur staða í tímavídd reglunnar um innleystar tekj- ur, nefnilega að gæði skyldu metin á inntaksgangi'erði í stað upphaflegs inn- takskaupverðs. Með gangverði (current cost/price) er átt við verð, sem ráðið hefur á því tímabili eða þeim timamörk- um, sem fjárhagsskýrsla er gerð fyrir. Að því er varðar rekstrarreikninginn felur þessi tillaga í sér, að notuð gæði verði, án tillits til þess, hvenær þeirra var afl- að, metin til gjalda á því verði, sem fyrir slík gæði hefði orðið að gjalda, þegar jreim var fórnað við öflun tekna. Hægt er að afmarka fjóra hugsanlega hluta (components) hagnaðar tímabils: (A) Gengur rekstrarliagnaður (Current Operating Profit). Mismunurinn á *Edgar 0. Edwards og Philip W. Bell: The Theory and Measurement of Business In- come, University of California Press, Berkeley. California, 1961. söluvirði seldra vara og gengu virði jieirra gæða, sem fólgin eru í hinu selda eða m.ö.o. jaeim inn- taksgæðum, sem tengd eru hinu selda. (NB: Hér er ekki hirt um að aðgreina fjármagnsgjöld frá eiginlegum rekstrargjöldum). (B) Innleysanlegur geymsluhagnaður (Realizable Holding Gains). Sú aukning, sem verður á tímabilinu á gangverði fjármuna, sem fyrir- tækið á út tímabilið. Þessi hagnað- ur samanstendur af þremur liðum: (1) Hagnaður, sem myndast og er innleystur á viðkomandi tíma- bili við beina sölu fjármunar, ]d. e. a.s. sölu fjármunar í óbreyttu formi frá því sem var við kaup hans; (2) hagnaður, sem myndast og er innleystur á viðkomandi tímabili við notkun fjármunar í framleiðslu afurða, sem eru seldar á timabilinu; (3) hagnaður, sem myndast á timabilinu, en hefur þó ekki verið innleystur í lok þess. (C) Geymsluliagnaður innleystur við heina sölu (Holding Gains Rea- lized Through Direct Sale). Mis- munur á fengnu söluverði og (af- skrifuðu) upphaflegu kaupverði við óreglubundna sölu fjármuna. Hér er átt við sölu fjármuna, sem ekki fellur undir aðalverksvið fyr- irtækisins, svo sem þegar iðnfyrir- tæki selur notaða vél eða verð- bréf. Þessi liður innifelur lið B (1) að framan svo og hagnað, sem hefur myndazt á fyrri timabilum, 38

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.