Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 11

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 11
tekna. Þessi skýrng var einnig í sam- ræmi við ætlan löggjafans.* * Á norsku og dönsku er ágóði sá, sem hér um ræðir nefndur kapitalgevinst. Þar eð mér er ekki kunnugt um neitt orð á íslenzku, sem samsvarar nákvæm- lega þessu orði, mun ég stundum í grein þessari nota orðið kapitalágóði um þess konar ágóða. Því hefur að vísu verið haldið fram í Noregi, að kapitalágóði félli undir „ka- pitalregluna11 í 42. gr. 1. mgr. norsku tekjuskattslaganna: „Til inntekt hen- regnes . . . enhver fordel, som er vunnet ved . .. kapital“. Um þetta atriði segir Magnus Aarbakke, að samkvæmt orð- anna hljóðan, forsögu skattlaganna og síðari framkvæmd megi með öruggri vissu túlka lögin þannig, að kapialágóði falli utan ,,kapitalreglunnar“ í 42. gr., 1. mgr. norsku tekjuskattslaganna (Land- skatteloven) .* 2.2.2. Danmörk A. liður 5. greinar dönsku tekjuskatts- laganna nr. 149/1922 (statsskatteloven), sem enn er í gíldi, hljóðar svo: Til tekna telst ekki: „Sá eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda hækka í verði — hins vegar kemur heldur ekki til frá- dráttar á tekjum, þótt slíkir fjármunir *Sbr. Per Rygh: Om begrebene formue og inntægt efter skattelovene av 1911 med tillœggslove. Kria 1923, bls. 261- 281. *Magnus Aarbakke: Skatt paa inntekt. Oslo /Bergen 1968, bls. 71-72. lækki í verði —, ekki heldur tekjur, sem stafa af sölu á eignum skattgreiðanda (að meðtöldum verðbréfum), nema slík sala falli undir atvinnurekstur hlutaðeigandi skattgreiðanda, t.d. fasteignaverzlun, eða hún sé gerð í gróðaskyni (spekulations- öjemed): þegar svo stendur á, telst verzl- unarhagnaðurinn af sölunni til tekna, og eins má draga tap við slíka sölu frá tekj- um. Að því er viðkemur sölu fasteigna og hlutabréfa og svipaðra opinberra verð- bréfa, sem keypt hafa verið eftir 1. jan- úar 1922, þá er gengið út frá því að gróðasjónarmiðið hafi verið fyrir hendi, þegar salan fer fram innan 2ja ára frá því að eignarinnar var aflað, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða.“ Svo sem sjá má er fyrri málsgrein a. liðarins efnislega næstum samhljóða A. lið 10. gr. ísl. tekjuskattslaganna, enda er a. liður 10. gr. að mestu orðrétt þýðing a. liðar 5. gr., eins og að framan greinir. Síðari málsgrein a. liðarins kom inn í lögin 1922, en annars hefur greinin stað- ið óbreytt í statsskatteloven síðan fyrstu dönsku tekjuskattslögin voru sett 1903. 2ja ára reglan í síðari mgr. er líkinda- regla, sem hægt er að hnekkja. í frum- varpi til dönsku tekjuskattslaganna frá 1922 var lagt til að lögfest yrði óafsann- anleg likindaregla, likt og þá hafði verið lögfest á hinum Norðurlöndunum. En við meðferð þingsins var samþykkt sú viðbót, að skattgreiðandinn fékk möguleika á því að hnekkja líkindunum. Samkvæmt þessu telst hin óselda verðhækkun á fjármunum skattgreiðanda ekki til skattskyldra tekna. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.