Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 11

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 11
tekna. Þessi skýrng var einnig í sam- ræmi við ætlan löggjafans.* * Á norsku og dönsku er ágóði sá, sem hér um ræðir nefndur kapitalgevinst. Þar eð mér er ekki kunnugt um neitt orð á íslenzku, sem samsvarar nákvæm- lega þessu orði, mun ég stundum í grein þessari nota orðið kapitalágóði um þess konar ágóða. Því hefur að vísu verið haldið fram í Noregi, að kapitalágóði félli undir „ka- pitalregluna11 í 42. gr. 1. mgr. norsku tekjuskattslaganna: „Til inntekt hen- regnes . . . enhver fordel, som er vunnet ved . .. kapital“. Um þetta atriði segir Magnus Aarbakke, að samkvæmt orð- anna hljóðan, forsögu skattlaganna og síðari framkvæmd megi með öruggri vissu túlka lögin þannig, að kapialágóði falli utan ,,kapitalreglunnar“ í 42. gr., 1. mgr. norsku tekjuskattslaganna (Land- skatteloven) .* 2.2.2. Danmörk A. liður 5. greinar dönsku tekjuskatts- laganna nr. 149/1922 (statsskatteloven), sem enn er í gíldi, hljóðar svo: Til tekna telst ekki: „Sá eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda hækka í verði — hins vegar kemur heldur ekki til frá- dráttar á tekjum, þótt slíkir fjármunir *Sbr. Per Rygh: Om begrebene formue og inntægt efter skattelovene av 1911 med tillœggslove. Kria 1923, bls. 261- 281. *Magnus Aarbakke: Skatt paa inntekt. Oslo /Bergen 1968, bls. 71-72. lækki í verði —, ekki heldur tekjur, sem stafa af sölu á eignum skattgreiðanda (að meðtöldum verðbréfum), nema slík sala falli undir atvinnurekstur hlutaðeigandi skattgreiðanda, t.d. fasteignaverzlun, eða hún sé gerð í gróðaskyni (spekulations- öjemed): þegar svo stendur á, telst verzl- unarhagnaðurinn af sölunni til tekna, og eins má draga tap við slíka sölu frá tekj- um. Að því er viðkemur sölu fasteigna og hlutabréfa og svipaðra opinberra verð- bréfa, sem keypt hafa verið eftir 1. jan- úar 1922, þá er gengið út frá því að gróðasjónarmiðið hafi verið fyrir hendi, þegar salan fer fram innan 2ja ára frá því að eignarinnar var aflað, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða.“ Svo sem sjá má er fyrri málsgrein a. liðarins efnislega næstum samhljóða A. lið 10. gr. ísl. tekjuskattslaganna, enda er a. liður 10. gr. að mestu orðrétt þýðing a. liðar 5. gr., eins og að framan greinir. Síðari málsgrein a. liðarins kom inn í lögin 1922, en annars hefur greinin stað- ið óbreytt í statsskatteloven síðan fyrstu dönsku tekjuskattslögin voru sett 1903. 2ja ára reglan í síðari mgr. er líkinda- regla, sem hægt er að hnekkja. í frum- varpi til dönsku tekjuskattslaganna frá 1922 var lagt til að lögfest yrði óafsann- anleg likindaregla, likt og þá hafði verið lögfest á hinum Norðurlöndunum. En við meðferð þingsins var samþykkt sú viðbót, að skattgreiðandinn fékk möguleika á því að hnekkja líkindunum. Samkvæmt þessu telst hin óselda verðhækkun á fjármunum skattgreiðanda ekki til skattskyldra tekna. 9

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.