Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 9

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 9
2.2. Grundvallarreglurnar í lögum nr. 74/1921 um tekjuskatt og eignar- skatt. Fyrstu íslenzku ákvæðin um ágóða af sölu eigna eru síðan lögfest í e. lið 8. gr. og a. lið 10. gr. laga nr. 74/1921. 8. grein e. liður (síðar 7. gr. E) hljóðar svo: Skattskyldar tekjur teljast . . . ,,Ágóði við sölu á fasteign eða lausa- fé, enda þótt salan falli ekki undir at- vinnurekstur skattgreiðanda, ef ætla má, að hann hafi keypt eignina eða öðlast hana á annan hátt í því skyni að selja hana aftur með ágóða, eða hún hefir ver- ið í eigu hans skemur en 3 ár. Þó má draga frá þessum ágóða skaða, sem orðið kynni að hafa á samskonar sölu á árinu.“ 10. grein a., sem er óbreytt í gildandi tekjuskattslögum, sbr. 10. grein A í lögum nr. 68/1971, hljóðar svo: Til tekna telst ekki . . . „Sá eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda hækka í verði — hins vegar kemur heldur ekki til frá- dráttar tekjum þótt slíkir fjármunir lækki í verði —, ekþi heldur tekjur, sem stafa af sölu á eignum skattgreiðanda (að meðtöldum verðbréfum), nema slík sala falli undir atvinnurekstur hlutaðeig- andi skattgreiðanda, t.d. fasteignaverzlun, eða hún falli undir ákvæðin í 8. gr. e; þegar svo stendur á, telst verzlunarhagn- aðurinn af sölunni til tekna, og eins má draga frá honum þann skaða, sem orð- ið kynni að hafa á samskonar sölu á árinu.“ I upphafsákvæði 8. greinar var svo almenna ákvæðið urn skattskyldar tekj- ur, sem nú finnst óbreytt í upphafsá- kvæði 7. greinar núgildandi tskl. nr. 68/ 1971: „Skattskyldar tekjur teljast, með þeim undantekningum og takmörkunum, er síðar greinir, allskonar arður, laun eða gróði, er gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða einstökum verknaði eða at- vikum, ef þetta verður metið til pen- ingaverðs, svo sem:“ Síðan eru rakin hin ýmsu tekjudæmi og er e. liður um söluágóða fasteigna eitt ])eirra. Svo sem sjá má er e. liður 8. gr. snið- inn eftir frumvarpi stjórnarinnar frá 1913 og í athugasemdum við greinina eru endurtekin söinu rök og í athuga- semdum við 1913-frumvarpið, sbr. hér að framan. Þá er tekið fram, að svipuð ákvæði gildi í Svíþjóð og NoregiA Svíar hættu við spekulationregluna ár- ið 1910 og eftir það fór skattlagning söluhagnaðar fasteigna, sem ekki voru seldar í atvinnuskyni, eftir því, hve lengi fasteignin hafði verið í eigu seljanda. Á- kvæðið í 8. gr. e. sækir hins vegar greinilega fvrirmynd sína í norsku land- skatteloven 43. gr. 2. málsgr., eins og það ákvæði hljóðaði eftir breytinguna 3. maí 1918. A. liður 10. gr. er hins vegar næstum því orðrétt þýðing á dönsku ákvæðunum um söluágóða í a. lið 5. gr. statsskatte- loven nr. 144 8. júní 1912. Ákvæði íslenzkra tekjuskattslaga um skattskyldar tekjur eru framsett á sama hátt og gert er í dönsku tekjuskattslögun- um. í 8. gr. laganna frá 1921 er þannig *Alþingistíðindi 1921 A, bls. 74. 7

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.