Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 32

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 32
Bjarni Lúðvíksson XI. Þing norrænna endurskoðenda Dagana 19.—22. júlí var haldið í Reykjavík XI. þing norrænna endurskoð- enda. Var það í fyrsta sinn, sem félag löggiltra endurskoðenda hefur séð um þinghaldið. Þetta þing var hið fjölmenn- asta, sem haldið hefur verið til þessa og komu hingað á sjöunda hundrað nor- rænna gesta, þar af um þrjú hundruð endurskoðendur. Fimmtíu og fimm ís- lenzkir endurskoðendur sátu þingið, auk þess sem makar þeirra tóku þátt í því samkvæmislífi, sem iðkað var, þegar hlé gafst frá þingstörfum. Að baki öllum undirbúningi þingsins lá mikið starf og erilsamt og luku þing- menn upp einum rómi, að mjög vel hefði verið að honum staðið. í fremstu víglínu við undirbúninginn voru meðlimir und- irbúningsnefndar, þeir Halldór V. Sig- urðsson formaður, Atli Hauksson, Bergur Tómasson og Ólafur Nilsson. Eiga þeir skildar beztu þakkir annarra þingmanna, sem nutu ávaxtanna af erfiði þeirra. Setning þingsins fór fram við hátíð- lega athöfn i Háskólabíói. Halldór V. Sigurðsson þingforseti bauð gesti vel- komna og setti þingið. Fórst honum það hönduglega með stuttri og gagnorðri ræðu. Hlaut hann fyrir lófatak mikið hjá þingheimi. Því næst héldu önnur stór- menni stuttar tölur í tilefni dagsins. Það voru þeir Bo Fridman, formaður norræna endurskoðendasainbandsins, Guðlaugur Þorvaldsson, rektor í Háskóla íslands, Francis Shearer, forseti Evrópusambands endurskoðenda og Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra íslands. Voru ræður þeirra allar hinar áheyrilegustu og var þeim vel fagnað. Hópur hljóðfæraleik- ara fór með vmislega norræna tónlist inn á milli ræðuhaldanna og fannst þingmönnum það vel til fundið. Þingið var haldið að Hótel Sögu og í Háskóla íslands. Fjallaði það um tvö mál, sem varða mjög stétt endurskoð- enda: I. Góð endurskoðunarvenja í nútíð og framtíð. II. Áritun og skýrsla endurskoðenda. Flutt voru fjögur framsöguerindi um efnin af þeim Bertil Edlund, Svíþjóð, S. E. Schaumburg-Miiller, Danmörku, Erik Amundsen, Noregi og Tage Andersen, Danmörku. Báru þeir sig allir vel í ræðu- stóli, og þótti þingmönnum gott að hlýða máli þeirra. Að loknum ræðuhöldum þessum, var þingmönnum skipt í átján starfshópa, sem hver um sig fjallaði um afmörkuð vanda- mál innan dagskrárefnanna. Stóðu um- ræður þessar í tvo daga með stuttum hlé- um. Var leitast við að ná fram sem mestri einingu um niðurstöður innan hvers hóps, eftir að málin höfðu verið rædd frá öll- um hliðum. Tókst það áfallalítið í flest- um hópunum. Talsmaður og skrifari hvers hóps skiluðu síðan af sér niðurstöðum til níu manna nefndar, sem rökræddi þær í hringborðsumræðum síðasta dag þings- ins til þess að reyna að gefa þingheimi öllum heildarmynd af starfi hópanna. Hringborðsumræður þessar þóttu fara hið bezta fram, enda var þar valinn mað- ur í hverju rúmi og þóttust þingmenn hinir fróðustu að þeim loknum. Til marks um hve þungt þessum riddurum 30

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.