Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 26

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 26
ur sú, að leiguhúsnæði fer minnkandi og að sama skapi færist það í vöxt, að menn eiga sjálfir það húsnæði, sem þeir búa í. í þessu sambandi má nefna það, að árið 1962 bjuggu 75% framteljenda í eigin húsnæði, miðað við kvænta karla á aldr- inum 25—66 ára, samanber Hagtíðindi 1964. Þetta hlutfall mun vera enn hærra í dag. í Danmörku hafa húsnæðismál fólks að meginstefnu til verið leyst með byggingu leiguhúsnæðis. Eftir að lögin um eigendaibúðir (ejerleiligheder) voru samþykkt i Danmörku árið 1966, hefur þróunin þó snúist í þá átt, að æ fleiri eiga sjálfir það húsnæði, sem þeir búa í. Það liggja ekki fyrir fullkomlega sam- anburðarhæfar danskar tölur um þessa þróun, en þess má þó geta, að á árinu 1970 bjuggu eigendurnir sjálfir í um 51% af íbúðum, en 49% íbúðanna voru leigð- ar út.* Eg mun hér á eftir rekja nokkra dóma og úrskurði um framkvæmd undanþágu- reglunnar til þess að lýsa nokkuð þeim vandamálum og lagasjónarmiðum, sem upp komu við beitingu hennar. Lýsingin nær að sjálfsögðu aðeins til undanþágu- reglunnar eins og hún var í tekjuskatts- lögum fyrir 1971, en eins og áður er rakið gildir hún nú eingöngu um íbúð- arhúsnæði. Hins vegar geta ýmis af þeim sjónarmiðum og vandamálum, sem þar er lýst, samkvæmt eðli sínu að ýmsu leyti átt við enn í dag. Má þar til dæmis nefna, að undanþágan kom ekki til greina þegar telja mátti að um atvinnurekstur væri að *Statistisk Aarbog 1975, Danmarks statistik, bls. 64. ræða, sbr. t.d. 2. mgr. E. liðs 7. gr. tskl. nr. 90/1965. Þetta er ekki sérstaklega tek- ið fram í 4. mgr. E. liðs 7. gr. laga nr. 68/1971, en leiðir hins vegar af 9. mgr. sama liðs, þar sem segir, að „falli sala eigna undir atvinnurekstur skattþegns, telst ágóði af sölu þeirra ávallt að fullu til skattskyldra tekna á söluári.11 6.2. Úrskurðir og dórnar varðandi undanþáguna Undanþágan gilti sem sagt ekki, ef um var að ræða sölu í gróðaskyni eða í at- vinnurekstri. / úrsk. rskn. frá 6./11./1956 var um að rœða skattþegninn A, sem var húsa- smiður. Hann hóf byggingu húss nr. 1 á árinu 1954 og hélt áfram bygg- ingu þess, þar til hann seldi það í smíðum 16. júní 1955. Sama ár hóf hann byggingu húss nr. 2. Vinnutekj- ur húsasmiðsins við annað en nefndar byggingar voru mjög lágar á þessum árum. Ríkisskattanefnd úrskurðaði, að A hefði byggt umrædd hús í atvinnu- skyni og var söluágóðinn af sölu llúss nr. 1 því skattskyldur og naut hann þannig ekki undanþáguákvœðis 2. mgr. e. liðs 7. greinar. Það, að gróðaskyn gat komið í veg fyrir beitingu undanþágunnar, var, eins og áður greinir, dæmi um, að gróðaskyn gat skipt máli um sölu innan 5 ára. Um þetta má nefna úrskurð rskn. nr. 428 frá 1964. A lauk byggingu íbúðar nr. 1 á árinu 24

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.