FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 2
Útg: Félag löggiltra endurskoðenda ©
Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð
ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild,
þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa.
Vinnsla blaðsins
Ritnefnd FLE:
Ólafur Már Ólafsson, formaður
Arnar Már Jóhannesson
Ingvi Björn Bergmann
Prentun: GuðjónÓ
Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir w//
Janúar 2015, 37. árgangur 1. tölublað "''íSSJT"
Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar
Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15
Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is
Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is
Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is
Fylgt úr hlaði
Útgáfa FLE blaðsins hefur verið í höndum Kynningarnefndar
FLE um árabil. Nafni nefndarinnar var breytt á árinu og
heitir hún nú Ritnefnd og telst ekki lengur vera ein af fasta-
nefndum FLE og er því skipuð sérstaklega af stjórn FLE.
Hlutverk Ritnefndar verður þó áfram útgáfa FLE blaðsins og
önnur tilfallandi verkefni vegna kynningarefnis frá FLE.
Vinnsla blaðsins hefur gengið ágætlega og berast nefndinni
greinar víða að. Efnistök í blaðinu eru hefðbundin blanda af
efni sem tengist félagsstarfinu og reynt er að nálgast þau
mál sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Þá er í blaðinu
viðtal við og grein frá endurskoðendum erlendis.
Borið hefur í auknum mæli á að kallað sé eftir lausnum
vegna endurskoðunar smærri fyrirtækja og hefur starfshóp-
ur verið að störfum á vegum FLE um breytingar á endur-
skoðunarskyldu þeirra félaga. Umfjöllun um þetta efni er
í blaðinu en einnig er grein sem fjallar um reglur og viðmið
sem gilda um lögboðna endurskoðun og undanþáguákvæði
vegna þeirra. Áhugavert verður að fylgjast með þróun
þessara mála á næstu misserum.
Ritnefnd FLE vonar að lesendur hafi gagn og gaman af
efni blaðsins og færir öllum greinarhöfundum og þeim sem
komu að útgáfu þess bestu þakkir fyrir þeirra framlag.
Janúar 2015,
Ólafur Már Ólafsson, Arnar Már Jóhannesson
og Ingvi Björn Bergmann.
FLE blaðiðjanúar2015