FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 13

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 13
Bandaríkjunum (mælt í fjölda notenda) t.d. ACL og Caseware. í Evrópu eru fleiri kerfi á markaðnum eins og t.d. Approva, Oversight og Aptean. Á íslandi er íslenska fyrirtækið Expectus stærst á þessu sviði með hugbúnaðinn ExMon. Notkun og virði samtímaeftirlits í íslenskum fyrirtækjum í fyrrnefndri könnun Viðskiptadeildar HR árið 2014 var spurt um um notkun á upplýsingatækni til samtímaeftirlits. Af þeim 124 fyrirtækjum sem svöruðu þessari spurning höfðu 20 fyrirtæki eða 16% innleitt svona kerfi en 47 eða 38% höfðu áhuga á að innleiða slík kerfi á næstu árum. Heimsótt voru 12 af þeim fyrirtækjum sem nota samtímaeftir- litshugbúnað til að komast að því hvað hann var notaður í og hvaða virði hann skapaði. Kom það fram að samtímaeftirlit- skerfi eru mest notuð til að koma í veg fyrir villur t.d. ( gagna- flutningum milli kerfa, samanburði á gögnum f mismunandi kerfum eins og t.d. tímaskráningu og launum og svo saman- burði á notkun kerfis og réttindum notenda. Ennfremur nota fleiri fyrirtæki samtímaeftirlit til að vakta áætlun og rauntölur t.d. fyrir innkaup eða bera saman raunverð frá birgjum við inn- kaupasamninga. Mat þessara fyrirtækja á virði hugbúnaðarins er fyrst of fremst mældur í minnkun kostnaðar t.d. til villuleita og lausna, minnk- un tekjuleka í t.d. reikningaferlum, minnkun sviksemisáhættu og auknum gagnagæðum. Samtímaeftirlit og endurskoðendur Það leikur enginn vafi á því að sterkara innra eftirlit í fyrirtækj- um hefur áhrif á störf endurskoðenda. Spurningin er þó, hvaða áhrif þróun í samtímaeftirliti muni hafa fyrir endurskoðendur. Fleiri nefndir, ráðgjafar og samtök út í heimi hafa spáð miklum breytingum fyrir vinnu endurskoðenda og einnig fyrir starfs- semi endurskoðunarfyrirtækja. Röksemdafærslan er oftast sú að með samtímaeftirliti verður ekki lengur eins mikil þörf á að fara yfir frumgögn, taka og prófa gagnaúrtök, prófa eftirlitsað- gerðir og áhættumeta ferla þar sem eftirlit er haft með þessum þáttum í rauntíma af fyrirtækinu sjálfu. Gögn um innra eftirlit, niðurstöður og aðgerðir til úrbóta eru því aðgengilegar endur- skoðendum hvenær sem er. Þannig að sterkara innra eftirlit og samtímaeftirlit ætti að minnka tímanotkun ytri endurskoðenda og þar með kostnað fyrirtækisins til endurskoðunar. Sum sam- tök taka dýpra á árinni og kveða á um að ef endurskoðendur fylgjast ekki með þessari þróun geti þeir átt á hættu að starfs- grein þeira úreltist. Eða eins og í white paper frá AICPA frá 2012 sem segir: "Auditing has ... not seemingly kept pace with the real- time economy. Some auditing approaches and techniques that were valuable in the past now appear outdated. Also, the auditing evolution has reached a critical juncture whe- reby auditors may either lead in promoting and adopting the future audit or continue to adhere to the more traditio- nal paradigm in some manner". Þó svo svona „dómadagsspádómar" komi öðruhverju fram um endurskoðendur þá getur þróun í upplýsingatækni oft breytt markaðsaðstæðum með stuttum fyrirvara. Það er því full ástæða til að skoða þetta betur og hvernig þessi þróun kemur að íslenskum endurskoðendum. Á haustráðstefnu FLE 2014 voru haldnar þrjár vinnustofur um samtímaeftirlit með 90 þátttakendum.Tvær spurningar voru lagðar fyrir fyrir þátttakendur. Annars vegar hvort þróun í sam- tímaeftirliti myndi hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á vinnu end- urskoðenda og hins vegar hvort þróun í þessari tækni væri tækifæri eða ógn fyrir endurskoðunarfyrirtæki. Svörin við báðum spurningum voru skráð á kvarða frá -3 (mjög neikvæð áhrif) til 0 (engin áhrif) til +3 (mjög jákvæð áhrif). Þar að auki áttu hóparnir að styðja rökstyðja svör sín og skrá niður athuga- semdir. Vinnuhóparnir skiluðu í alls 24 svarblöðum. Hvaða áhrif mun samtímaeftirlit hafa á vinnu endurskoðenda? Svarið við fyrstu spurningunni var að meðaltali +2 þ.e.a.s. þátt- takendur telja að samtímaeftirlit muni hafa jákvæð áhrif á vinnu endurskoðenda. Margar athugasemdir og skoðanirfylgdu með, sem flokka má gróflega í þrjá flokka. 1. Samtímaeftirlit mun einfalda störf endurskoðenda kerfis- gögn verða réttari, sem leiðir til minni gagnaskoðunar, minni úrtaksvinnu, minni staðfestingarvinnu og minni villuleitar í endurskoðunarferlinu og þar með skapa meira öryggi um niðurstöður endurskoðunar. Einnig munu úttektir á innri eftirlitskerfum fyrirtækja verða einfaldari og öruggari með tilkomu kerfistengdra eftirlitsferla. 2. Aukin notkun samtímaeftirlitskerfa mun á sama tíma skapa þörf á nýjum verkefnum eins og t.d. áhættugrein- ingum sem undanfara uppsetningar samtímaeftirlitskerfa, eftirliti með og úttekt á uppsetningum á þessum kerfum, sem og óháðu mati á aðgerðaferlum þegar kerfin flagga villum eða lélegu eftirliti. 3. Endurskoðunarferli munu í sumum tilfellum breytast þar sem samsetning endurskoðunarteyma mun breytast með tilkomu nýrra þekkingarsviða. Þetta mun kalla á aukna menntun og endurmenntun endurskoðenda í innra eftirliti og í samtímaeftirliti. Það virðist því vera samdóma álit þátttakenda að aukin tilkoma samtímaeftirlitskerfa sé af hinu góða og muni einfalda vinnu endurskoðenda, gera hana skilvirkari og skapa þörf á nýrri þjón- ustu. Er samtímaeftirlit tækifæri eða ógnun við fyrir endurskoðunarfyrirtæki? Þar sem spurning 1 og 2 eru nátengdar þá kemur ekki á óvart að svör við spurningu 2 voru á svipaðan veg. Spurning 2 fékk einnig meðaleinkunnina +2 þar sem þróun í samtímaeftirlits- tækni er metið sem tækifæri fyrir endurskoðunarfyrirtæki. Athyglisvert var þó að athugasemdir og rökstuðningur þátttak- FLE blaðið janúar 2015 • 11

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.