FLE blaðið - 01.01.2015, Síða 34

FLE blaðið - 01.01.2015, Síða 34
lögbundinni endurskoðun. Það er þó undir aðildarríkjunum sjálf- um komið að ákveða hvort þau innleiði slíkt undanþáguákvæði í sín lög og ef svo, hvaða viðmiðunargildi þau nota. En þar sem innleiðing undanþáguákvæðis getur haft mikil áhrif á áreiðan- leika ársreikninga er mikilvægt að hvert aðildarríki hafi það í huga við innleiðingu undanþágu frá lögum. Viðmiðunargildi ESB hafa hækkað reglulega frá árinu 1978, en síðasta hækkun við- miðunargildanna kom árið 2006. En eftir innleiðingu Alþjóðlegra endurskoðunarstaðla myndaðist aukin þrýstingur frá minni fé- lögum um að draga úr auknum kröfum sem fylgdu stöðlunum. Minni félög töldu staðlana sniðna að þeim stóru og þær auknu kröfur sem fylgdu innleiðingu þeirra leiddi til mikils kostnaðar fyrir þau. ESB lét undan þessum þrýstingi og hækkaði við- miðunargildin, en markmið ESB með þeirri hækkun viðmiðunar- gilda fyrir undanþágu var að draga úr endurskoðunarkostnaði innan aðildarríkjanna um 25% á næstu þremur árum frá hækkun ákvæðisins með áherslu á minni fyrirtæki. Framkvæmd laga um lögbundna endurskoðun Ef skoðað er hvernig aðildarríki ESB brugðust við hækkun und- anþáguákvæðisins frá árinu 2006, kemur í Ijós að flest innleiddu ákvæðið, en aðeins eitt aðildarríki (Bretland) innleiddi viðmið- unargildi ESB um undanþágu frá endurskoðunarskyldu óbreytt. Nokkur þeirra (t.d Þýskaland og Holland) settu aðeins lægri við- miðunargildi, en langflest aðildarríkin voru langt undir þessum viðmiðunargildum ESB. Ef horft ertil Norðurlandanna, sem við berum okkur gjarnan saman við sést að þau skera sig nokkuð úr þegar kemur að undanþáguákvæðinu, en rík hefð er fyrir endur- skoðun í þessum löndum. Svíar innleiddu undanþáguákvæðið í sin lög árið 2011 og Norðmenn ári seinna. Frá árinu 2006 hafa bæði Danir og íslendingar hækkað viðmiðunargildi sín. í töflunni hér að neðan má sjá viðmiðunargildi ESB og Norður- landana eins og þau voru árið 2006 og stöðuna eins og hún var í árslok 2013 (Tafla 1.) Það er ekki viðfangsefni þessarar greinar að skýra hvernig hinar Norðurlandaþjóðirnar settu sér viðmiðunargildi, en ætla má að þau hafi haft að leiðarljósi markmið ESB að draga úr endurskoðunarkostnaði með áherslu á minni félög án þess að undanþáguákvæðið næði til meirihluta fyrirtækja, með áreiðan- leika ársreikninga í huga. Ef horft er til viðmiðunargilda Norður- landanna er Ijóst að ísland sker sig úr hópi þeirra, ekki eingöngu varðandi fjárhagsleg viðmið heldur einnig þegar horft er til fjölda starfsmanna. Ef borin eru saman viðmiðunargildi fyrir árin 2006 og 2013 sést að fjárhagsleg viðmiðunargildi hafa hækkað á ís- landi milli áranna, þannig að ætla mætti að fleiri fyrirtæki séu undanþegin lögboðinni endurskoðun á íslandi árið 2013 en var í aðdraganda hrunsins 2006. Samanburður á lögbundinni endurskoðun á íslandi og Svíþjóð Á íslandi er krafa um lögboðna endurskoðun sett fram i 96. grein laga um ársreikninga nr. 3/2006. í 98. grein sömu laga er þeim félögum sem eru undir tveimur af þremur viðmiðunargild- unum tvö næstliðin reikningsár veitt undanþága frá lögboðinni endurskoðun. Litið er til sömu viðmiða til að meta heimild til undanþágu og gert er hjá ESB, þ.e heildartekjur, heildareignir og starfsmannafjöldi. Þess má þó geta að félögum sem falla undir undanþáguákvæðið ber að kjósa sér skoðunarmann, en hlutverk skoðunarmanna er þó að mörgu leiti óljóst. í lögum um ársreikninga eru sett fram mjög opin hæfnisskilyrði5 og sú aðferðafræði6 sem skoðunarmenn eiga að beita til að tryggja áreiðanleika ársreikninga er mjög óljós. Tafla 1 Viðmiðunargildi ESB og Norðurlandann a um undanþágu frá endurskoðunarskyldu árin 2006 og 2013 Land Heildartekjur MEUR Heildareignir MEUR Starfsmenn fjöldi 2006 2013 2006 2013 2006 2013 Evrópusambandið 8,80 8,80 4,40 4,40 50 50 Svíþjóð * 0,32 * 0,16 * 3 Noregur * 2,70 * 0,75 * 10 Danmörk 0,40 1,10 0,20 0,54 12 12 ísland 2,40 2,70 1,20 1,40 50 50 *Engin undanþága frá lögboðinni endurskoðun. MEUR milljón Evrur. 5. 2.tl.97. greinar 6. 2.tl. 102. greinar 32 • FLE blaðið janúar 2015

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.