FLE blaðið - 01.01.2015, Qupperneq 35
Ef litið er til Svíþjóðar og borin saman sambærileg ákvæði um
endurskoðun þar og á íslandi, þá var lögboðin endurskoðunar-
skylda á öllum félögum í Svíþjóð fram til ársins 2011, þegar nú-
verandi undanþáguákvæði var innleitt eftir talsverða umræðu.
Svíar nota sömu viðmið og ESB, en viðmiðunargildin sem voru
sett í lögin leiddu til þess að um 35% sænskra félaga féllu undir
undanþáguákvæðið. Þar með töldu Svíar sig uppfylla markmið
ESB um lækkun endurskoðunarkostnaðar með því að undan-
skilja fyrst og fremst minni félög frá lögboðinni endurskoðun.
Reynsla Svía hefur sýnt að þrátt fyrir að félög falli undir undan-
þáguákvæðið hefur töluverður hluti þeirra valið að kjósa áfram
endurskoðanda, en ástæða þess er talin vera sú ríka krafa lána-
stofnana að krefjast áritunar endurskoðanda við útlán og er þá
ekki spurt að stærð fyrirtækja.
Erfitt er að færa rök fyrir þeim viðmiðunargildum fyrir undan-
þágu endurskoðunar sem sett voru á íslandi árið 2006 og þeim
breytingum sem gerðar voru árið 2013. Ekki er að finna rökfyrir
setningu þessara undanþáguákvæða í lögum eða lögskýringar-
gögnum. Athyglivert er að skoða áhrif undanþáguákvæðis um
lögboðna endurskoðun í íslensku samfélagi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Ríkisskattstjóra fyrir árið 2006 voru það 27.177
félög af 27.790 íslenskum félögum sem féllu undir undanþágu-
ákvæðið.7 Þetta þýðir að tæplega 98% íslenskra félaga voru
undanþegin lögboðinni endurskoðun árið 2006 og gátu starfað
án alls eftirlits þ.e að óháður, til þess hæfur utanaðkomandi
aðili hefði eftirlit með áreiðanleika ársreikninga. Ég leyfi mér að
skrifa án alls eftirlits, ef litið er til að bæði hæfniskröfur og hlut-
verk skoðunarmanna er mjög óljóst í lögum og því alls óvíst að
skoðun þeirra auki áreiðanleika ársreikninga. Hafa ber í huga
að á sama tíma gerðu íslenskir bankar takmarkaðar kröfur um
áritaða ársreikninga, því er best verður séð.
Eftir hrunið var lögð áhersla að nýta bæri þann lærdóm sem
af því hlaust, með því að breyta viðskiptaháttum og auka eftir-
lit. En áhugavert er að skoða til hvaða aðgerða var gripið til að
mæta þessari réttmætu kröfu um aukið eftirlit. Þvert á það sem
ætla mætti var árið 2013 enn slakað á kröfum um lögboðna end-
urskoðun með því að breyta viðmiðunargildum til undanþágu,
þannig að enn fleiri félög urðu undanþegin lögboðinni endur-
skoðun. Það hrópandi misræmi sem hafði verið á lögbundnu
eftirliti fyrirtækja á íslandi miðað við hin Norðurlöndin var enn
aukið, viðmiðunargildi sem gerðu það að verkum að rúmlega
98% félaga á Islandi árið 2013 voru undanþegin endurskoðun.
Það sem er þó einkar áhugavert er ályktun hóps sem var skip-
aður af stjórn félags löggiltra endurskoðenda sem komst að
þeirri niðurstöðu í lok árs 2013, eftir yfirlegu um endurskoð-
unarskyldu á íslandi, að viðmiðunargildi undanþáguákvæðis
væri of lágt og hækka þyrfti viðmiðunargildin enn frekar.8 Óljóst
er hvort hópnum hafi verið kunnugt um að samkvæmt tölum
frá Ríkisskattstjóra var aðeins tæp 2% fyrirtækja sem uppfyllti
kröfur um lögboðna endurskoðun á þessum tíma. Hugsanlegt
er að alþingismenn setji slík mörk, vegna þrýstings frá hags-
munahópum, en erfitt er að sjá hvers vegna löggiltir endurskoð-
endur komist að þessari niðurstöðu. Skýra þarf hvað liggur þar
að baki, hvort það er almenn vantrú á eigin störfum eða að félög
á íslandi þurfi ekkert eftirlit þar sem almennt séu hlutirnir í svo
góðu lagi hjá íslenskum félögum. Heimsmet í kennitöluflakki og
gjaldþrotum dregur þó hugmyndir um slíka sérstöðu í efa. Hvað
varðar lánastofnanir á íslandi er erfitt að sjá að breytingar hafi
orðið á venjum við lánveitingar. Ætla má að andlit og persónu-
leg tengsl ráði enn miklu og skipti jafnvel meira máli, en vand-
aður og áritaður ársreikningur óháðs löggilts endurskoðenda.
Telja verður það ábyrgðarleysi hjá íslenskum stjórnvöldum að
afnema endurskoðunarskyldu, einkum þar sem ekki er Ijóst
hvort lánastofnanir setji áreiðanlegar upplýsingar um fjárhags-
stöðu sem forsendu fyrir lánveitingu.
Nú er í smíðum frumvarp sem leggja á fyrir næsta þing, en
markmið þess er að uppfylla kröfur ESB um skýrsluskil fyrir-
tækja og mér skilst að breytingar á undanþáguákvæði fyrir lög-
boðna endurskoðun falli einnig þar undir. Við gerð þessa frum-
varps sem lítur að undanþáguákvæðinu vil ég hvetja til þess
að horft verði til hinna Norðurlandanna um viðmiðunargildi sem
þau hafa sett sér vegna undanþáguákvæða fyrir lögboðina end-
urskoðun. Einkum þarf að horfa til þess að þau viðmiðunargildi
sem í gildi eru á íslandi veita nær öllum félögum undanþágu frá
endurskoðun. Mikilvægt er að auka kröfur um lögboðna endur-
skoðun á íslandi og hafa hana jafnvel enn strangari en gerist
í löndunum í kringum okkur a.m.k. tímabundið. Þetta ætti að
gera f Ijósi þess að ábyrg endurskoðunarhefð er mun veikari á
íslandi en í nágrannalöndunum, að kröfur um lánveitingu lána-
stofnana á íslandi byggjast almennt ekki á áreiðanlegum upp-
lýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækja og ekki síst reynslu okkar
af hruninu. Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni að þró-
unin sé sú undanfarin ár, að gerðar séu enn minnkandi kröfur til
eftirlits og endurskoðunar fyrirtækja sem þó var nánast ekkert
fyrir. Byggja þarf l’sland framtíðarinnar á heilbrigðari viðskipta-
háttum, en einn liður f því er að tryggja með sem bestum hætti
áreiðanleika ársreikninga. í því verkefni hafa endurskoðendur
mikilvægu hlutverki að gegna.
Ómar Gunnar Ómarsson
7. Þar sem Ríkisskattstjóri náði ekki að taka fram tölur um starfsmannafjölda getur hlutfallið verið aðeins lægra, en á þó ekki til að
breyta myndinni mikið.
8. http://www.fle.is/static/files/2014/ymislegt/fle-jan-2014-netid.pdf
FLE blaðið janúar2015 • 33