Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 18
112
4.2. Yngri gerðir sáningsvéla eru svokallaðar eins-fræs
sáningsvélar, en þær sá einu fræi í einu með ákveðnu
raillibili. Þær skamrata fræið á ýrasan hátt.
4.2.1. Beltis-mötun. Endalaust belti með götura sera fræin
eiga að passa í eitt og eitt. Beltið gengur hring eftir
hring, fræin setjast í götin og detta aftur úr^þeim,
niður í moldina, þegar beltið keraur út úr sáðhúsinu
(fræhúsinu).
4.2.2. Skeiða-mötun. Gerðar eru mismunandi gerðir skeiða
til að taka aðeins eitt frækorn af hverri tegund.
Þessum skeiðum er síðan komið fyrir á hjól í fræhúsinu,
þar sem þær mata eitt og eitt fræ út í einu.
4.2.3. Sogmötun. Loft er sogað inn ura göt sem eru passlega
lítil til að fræið komist ekki inn í þau en sogast í
staðinn föst upp að götunum, aðeins eitt fræ við hvert
gat.
Síðan er fræunum sleppt með þvf að rjúfa sogið. Með
þessu mdti er hægt að skamrata eitt og eitt fræ. Hingað
til hefur þessi háttur aðeins verið notaður í fast
staðsettum vélura sera sá í moldarpotta, en nýverið kom á
markaðinn slík dráttarvélartengd vél til að sá út.
Af þessura sáningsháttum er sogmötunin sú nákvæmasta,
en beltisraötun og skeiðaraötun takast einnig vel ef rútt
er að þeim staðið.
Til hverrar frætegundar svarar eitt ákveðið belti eða
skeiðar sem verður að skipta um, eigi að sá öðrum
frætegundum.
Vélar með belta og skeiða-mötun er hægt að fá
handknúnar.
Að sjálfsögðu vinna þessar vélar best á jöfnu og vel
unnu landi, grjétlausu.
Það gildir sérstaklega fyrir handknúnar vélar.
Dráttarvélatengdar eru vélarnar tvær eða fleiri.
Hægt er að fá útbúnað á vélarnar, þannig að hver einstök
vél sáir í tvær raðir með litlu millibili, (ca 3-lo cm).
5. Plöntunarvélar
Til útplöntunar eru til vélar tengdar á þrítengi
dráttarvélanna, til plöntunar í tvær eða fleiri raðir.
Þær einföldustu opna aðeins rás fyrir plöntuna og þjappa
síðan að henni aftur, þegar sá sem situr á vélinni er
búinn að koraa plöntunni fyrir í rásinni.
A sfðari árum hafa komið á markaðinn vélar sera eru
fullkomnari, þ.e. þá þarf sá er situr á vélinni aðeins að
koma plöntunni fyrir í ákveðnu hólfi eða grípara. Þaðan
sér svo vélin um að koma plöntunni fyrir í moldarrásinni,
raeð réttu millibili milli plantnanna.
á plöntunarvélarnar er hægt að fá jurtalyfsskammtara.
Sumura plöntunarvélunum er fest á grunn-ramma sem
síðan er hægt að tengja raðhreinsunartæki við.