Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 47
141
Hryssur komast í háa nyt, ársnytin getur veriö 3000 - 4000 kg,
en þaö þarf helzt aö mjólka þær á tveggja tíma fresti allan sólar-
hringinn. Rússar framleiöa sérstakar mjaltaválar fyrir hryssur.
Herlendis var þaÖ algengt fyrr á tímum, aö veikburða börnum var
gefin kaplamj’ólk. Það þykir sannað \ Rússlandi, aö börn, sem
alin eru á kaplamjólk fá síöur berkla, mislinga og skarlatsótt
en hin, sem fædd eru á kúamjólk.
II. Framleiésla reiðhrossa.
Hrossarækt okkar Islendinga hefur um 25 ára skeið byggst á
framleiðslu reiðhesta og kjöts. Þessi framleiösla getur vel
farið saman, því að verulegur hluti fæddra folalda verður að
flokkast í eins konar úrkast, hefur ekki sköpulag eöa útlit fyrir
aö geta orðið söluhæfur reiðhestur. Að ala upp hæpin hestefni er
jafn dýrt og að ala upp örugg hestefni, og þaö getur aldrei
svarað kostnaði. Kynbæturnar stefna í þá átt aö auka hlutfalls-
líkur fæddra folalda með reiöhestaeðli, en ág hef nýlega gert
þá áætlun miöað við ástand íslenzka hrossastofnsins í dag, að af '
fæddum folöldum í landinu hafi aðeins um 10% eigirileika til aö
'veröa gæöingar (ca 500 hross) önnur 20% hafi nothæfa reiðhesta-
kosti (ca 1000 hross) um 30% hafi nothæfa brúkunarhrossa hæfi-
leika (ca 1500 hross) þ.e. viljalítil og gangtreg hross með not-
hæft lunderni (kergjulaus) til vinnu t.d. viö garðyrkjustö^f og
akstur, eða sem barnahross og „þjálfunarhross" fyrir fatlaða
(hippotherapy). Það sem þá er eftir, um 40% (ca 2000 folöld)
eru lítils viröi og aðeins til afsláttar nýt. Meö öflugu kyn-
bótastarfi má á tiltölulega skömmum tíma bæta þessa flokkun
verulega, t.d. í hlutfallið 20% gæðinga og 30% nothæfa reið-
hesta, og þaö starf borgar sig bæði fyrir bændur og þjóöina í
heild.
Reiðhestarækt og kjötframleiðsla getur vel farið saman, þar
sem í báðum tilvikum þarf að velja vefjaþurr og vöðvamikil hross
til undaneldis en foröast skvaphrossin, sem safna fitu í undir-
húðarvef og makka. I sambandi við þess háttar ræktunarmarkmið
þyrfti aö taka upp nýbreytni í vinnubrögðum, sem fælist í því
að fá sárfróöa menn til aö aðstoða bændur viö val líffolalda á