Ráðunautafundur - 12.02.1978, Side 23

Ráðunautafundur - 12.02.1978, Side 23
117 Annað atriði sem mjög hefir einkennt þróun þessara mála er það að í fyrstu voru gróðrarstöðvar einkum í Mosfellssveit og Hveragerði, en síðari ár og áratugi hefir uppbygging að mestu átt sér stað í Biskupstungum, Hrunamannahreppi og Borgar- firði sunnanlands, vestanlands og í Eyjafirði og þó einkum í Reykjahverfi norðanlands. 1 næsta nágrenni Reykjavíkur og Reykjavík hefir önnur þróun átt ser stað, en það er uppbygging allmargra fremur lítilla gróðrarstöðva, sem einkum hafa það markmiö að fram- leiða sumarblóm, fjölærar jurtir, runna og trá £ skrúðgarða. Þessar stöðvar komast af með hlutfallslega lítinn hita og er mikið í mun að vera sem næst markaðssvæði, sökum þess að langmestu leyti er um beina og milliliðalausa sölu að ræða. En með hitaveitu til Reykjavíkur og nágranna sveitafél- aga hefir verðmæti heita vatnsins á svæðinu stóraukist og þess mun yfirleitt ekki að vænta að garðyrkja geti keppt við húsa- hitun, hvað verðlag á heitu vatni snertir. Ef athuguð er staðsetning gróðrarstöðva hér á landi kemur í ljós að þær eru allar að heita má á svæðum þar sem jarðhiti er. Sjá mynd 2. Orsaka er auðvitað að leita í þeirri staðreynd að hitunar- •kostnaður er allt annar þegar notað er vatn eða gufa, en þegar notaðir eru erlendir orkugjafar. Fyrrum var það algengast að garðyrkjubændur áttu sjálfir hver eða borholur, sem þeir nýttu til hitunar stöðva sinna, og er þetta raunar algengt enn. Þó hefir hlutur samveitna, þar sem notendur kaupa hita á ákveðnu verði, farið ört vaxandi á síðari árum. Má sem dæmi um slíkt nefna hitaveitur í Hveragerði, Laugarási í Biskups- tungum og Flúðum i Hrunamannahr. Greiðist þá fast gjald sem hingað til hefir ýmist verið miðað við ákv. vatnsmagn í sek.. lítrum eða fast ársgjald á fermetra. Þessi þróun mála sýnist óhjákvæmileg þegar um þorpsmyndanir er að ræða og margar gróðrarstöðvar byggjast upp í kjarna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.