Ráðunautafundur - 12.02.1978, Side 23
117
Annað atriði sem mjög hefir einkennt þróun þessara mála
er það að í fyrstu voru gróðrarstöðvar einkum í Mosfellssveit
og Hveragerði, en síðari ár og áratugi hefir uppbygging að
mestu átt sér stað í Biskupstungum, Hrunamannahreppi og Borgar-
firði sunnanlands, vestanlands og í Eyjafirði og þó einkum í
Reykjahverfi norðanlands.
1 næsta nágrenni Reykjavíkur og Reykjavík hefir önnur
þróun átt ser stað, en það er uppbygging allmargra fremur
lítilla gróðrarstöðva, sem einkum hafa það markmiö að fram-
leiða sumarblóm, fjölærar jurtir, runna og trá £ skrúðgarða.
Þessar stöðvar komast af með hlutfallslega lítinn hita
og er mikið í mun að vera sem næst markaðssvæði, sökum þess að
langmestu leyti er um beina og milliliðalausa sölu að ræða.
En með hitaveitu til Reykjavíkur og nágranna sveitafél-
aga hefir verðmæti heita vatnsins á svæðinu stóraukist og þess
mun yfirleitt ekki að vænta að garðyrkja geti keppt við húsa-
hitun, hvað verðlag á heitu vatni snertir. Ef athuguð er
staðsetning gróðrarstöðva hér á landi kemur í ljós að þær eru
allar að heita má á svæðum þar sem jarðhiti er. Sjá mynd 2.
Orsaka er auðvitað að leita í þeirri staðreynd að hitunar-
•kostnaður er allt annar þegar notað er vatn eða gufa, en þegar
notaðir eru erlendir orkugjafar.
Fyrrum var það algengast að garðyrkjubændur áttu sjálfir
hver eða borholur, sem þeir nýttu til hitunar stöðva sinna, og
er þetta raunar algengt enn.
Þó hefir hlutur samveitna, þar sem notendur kaupa hita á
ákveðnu verði, farið ört vaxandi á síðari árum. Má sem dæmi
um slíkt nefna hitaveitur í Hveragerði, Laugarási í Biskups-
tungum og Flúðum i Hrunamannahr. Greiðist þá fast gjald sem
hingað til hefir ýmist verið miðað við ákv. vatnsmagn í sek..
lítrum eða fast ársgjald á fermetra. Þessi þróun mála sýnist
óhjákvæmileg þegar um þorpsmyndanir er að ræða og margar
gróðrarstöðvar byggjast upp í kjarna.