Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 70
164
öll gögn BúnaÖarfélags íslands um sýnd (og forskoðuð)
kynbótahross á árabilinu 1961 til 1976 eru þegar til staðar
á gataspjöldum. Sömuleiðis er ætlunin að færa gögn hvers nýs
sýningarárs á spjöld árlega. Slíka kynbótagildisspá væri
því auðvelt að reikna árlega fyrir alla skráða stóðhesta
landsmanna (og jafnvel ung stóðhestaefni líka). Kynbóta-
gildismat hvers hests yrði þannig endurmetið árlega x ljósi
viðbótarupplýsinga sem kynnu að hafa safnast á árinu.
Eðlilegt væri að upplýsingar um hálfsystkini vikju fyrir
upplýsingum um afkvæmin, jafnskjótt og öryggi (R) þess
dóms yrði meira. Niðurstöðurnar þyrfti svo að birta opin-
berlega t.d. í Frey og txmaritum hestamanna, ræktendum
til glöggvunar við úrvalið.
Sú kynbótagildisspá sem hér hefur verið lýst er að því
tagi sem nefnd hefur verið "Best Linear Prediction (BLP)".
Annað nýrra form á kynbótagildisspá er nefnd Best Unbiased
Linear Prediction (BLUP),(Henderson, 1973). BLUP er að ýmsu
leyti mun æskilegri aðferð við kynbótagildisspá en krefst
meiri reiknisvinnu. Með notkun svokallaðrar, "Mixed Model
Solution" sem felur í sér minniháttar breytingu á
"Least-squares", er reiknivinnan þó ekki óhófleg. BLUP
hefur verið notuð við kynbótagildismat nautgripa í N-Ameríku
um nokkurra ára skeið og dæmi veit ég þess að BLUP spá hafi
verið notuð til að meta kynbótagildi Standardbred stóðhesta
£ Bandaríkjunum. (Van Vleck og Hintz, 1976). BLUP á vonandi
eftir að halda innreið sína í íslenzka hrossarækt er tímar
líða.
VII. Helztu skekkjuvaldar við kynbótagildismat.
Þar sem kynbótagildi gripa er ávallt metið út frá
mælingu á svipfari gripsins sjálfs eða annarra sem bera
hluta erfðavísa hans, vinnum við sífellt með mælingar sem
eru undir áhrifum umhverfisþátta. Þegar mælingar á
systkinum eða afkvæmum eru notaðar,minnka áhrif tilviljunar-
kenndra umhverfisþátta með auknum fjölda, sem dómurinn
byggir á. Á hinn bóginn minnka áhrfi kerfisbundinna