Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 46
140
og eldi íslenzkra kálfa til kjötframleiðslu. Miðað er við 4-5
manaoa eiai: Islenzkt fólald 5 mánaða I Islenzkur kálfur 5 mánaða II Norskúr „mellom- kalv" 4 mánáða III Holda- kyn __ 5 mán. IV
1. Sláturþyngd 90 kg 5 0 kg 70 kg 6 0 kg
2. Fóður dilkur dilkur
Ffe: 210 280
þar af: nýmjólk 100 k'g' 100 kg
undanrenna 660 kg 840 kg
Hey og kjarnfóður 60 Ffe 100 Ffe
Holdaeldi fram yfir fyrstu 5 mánuðina verður í öllum til-
vikum að meira eða minna leyti innifóðrun á fyrsta vetri, hvort •
sem um er að ræða naut eða hross, og þynging eftir þessa fyrstu
5 mánuði, sem er hagkvæmasti vaxtartíminn, mun x flestum til-
vikum gera lítið meira en að borgá tilkostnaðinn, eins og nú er
háttað verðlagi á afurðum, fóðri og vinnslu. Ef tekið er eldis-
díemið með íslenzka kálfinn (dæmi II), þá mun láta nærri, að
fóðrið, sem þarna er tilgreint muni nú kosta um 65.000,- .
Miðað er við 110 kr. verð á nýmjólk og 80 kr. verði á undanrennu.
Þetta gerir um 1300 kr. fóðurkostnað á framleitt kg af kálfa-
kjöti. Hins vegar má lækka þennan kostnað með því að nota „gervi-
mólk".
Önnur athyglisverð framleiðsla, sem hrossin geta gefið af sér^
er þvag úr fylfullum hryssum. Úr þvaginu eru unnir steroidar
(kynhormónar) til lyfjáframleiðslu. Þessi þvagvinnsla er stunduð
í miklum mæli í sumum héröðum erlendis t.d. í Belgíu og þykir
svara vel kostnaði. Hér á landi mætti víða sunnanlands í stóð-
sveitum stunda þessa þvagvinnslu. Þvagið tæmist í poka, sem
festir eru við hryssurnar. Pokarnir eru svo tæmdir daglega.
I nokkrum löndum, aðallega í sumum ríkjum Sovét, er stunduö
kaplamjólkurframleiðsla á sérhæfðum mjólkur-stóðbúum. Kapla-
mjó'lkin er hollari börnum og fólki almennt en mjólk af jórtur-
dýrum, því að kaplamjólk er albúmínmjólk eins og,kvennamjólk.