Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 44
138
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
MARKAÐUR FYRIR HROSS, HROSSAKJÖT OG FLEIRI AFURÐIR.
Gunnar Bjarnason
Rannsóknastofnun landbúnaöarins.
Hross hafa frá fornu fari haft nokkra sérstöðu meðal búfjár
tegundanna. Snemma á öldum skipa þau háan sess me'öal goða, þau
orka á hugmyndaflug manna og ímyndunaraf1. Nægir í þessu sam-
bandi að minna á fornar sagnir sunnan úr Evrópu um kentára og
skáldfákinn Pegasus, eða úr germanskri forneskju á sagnir af
Sleipni hinum áttfætta, tilkomu hans og fæðingu, eða sólareykin
Dag og Nótt.
Sem reiðskjóti, er veitir riddaranum yndi og skapar hjá
honum metnað og íþróttaranda, eða sem vinnufélagi á akfrinum eða
við flutninga á langleiðum, tengist hesturinn manninum andlegum
böndum og tilfinnanlegum. Notagildi hrossa hefur víðast hvar
verið markað af þessu samstarfi manns og hests. Af sömu ástæðu
hefur það orðið fólki á ýmsum stöðum ógeðfellt að neyta afurða
af hrossum, og fer sú kennd manna aö einhverju leyti eftir trúar
skoðunum og neyzluvenjum í sambandi við.þær.
I. Vinnsluafurðir af hrossum.
A síðari árum hafa rannsóknir sýnt, að hross eru hagkvæm
búfjártegund til ýmiss konar framleiðslu og eru að ýmsu leyti
sambærileg við nautgripi til kjöt- og mjólkurframleiðslu. Vil
ég hér vitna til skýrslu sem N.Anashina frá rússnesku hrossa-
ræktarrannsóknarstöðinni í Ribone, hélt á ársþingi Búfjárræktar-
sambands Evrópu í Brússell 22. - 28. ágúst 1977. Um gæði
hrossakjöts segir í skýrslunni: „Rannsóknir á hrossaræktar-
stofnuninni hafa leitt í ljós, að hrossakjöt hefur mikið líf-
fræðilegt og næringarfræðilegt gildi (biological and, alimentary
value). í því er sérlega mikið protein, allt upp í 21-23%.
Proteinið hefur mjög hagkvæma samsetningu aminósýra. í saman-
burði við nautakjöt, sýna rannsóknir á þessum tveimur kjötteg-
undum eftirfarandi niðurstöður: