Ráðunautafundur - 12.02.1978, Qupperneq 82
176
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
hrossabOskapur
Siguröur Haraldsson
Kirkjubæ, Rang.
GóÖir áheyrendur.
Ég þakka fyrir þá vinsemd og sæmd, aö vera boöiö aö
sitja hér á meðal ykkar ágætu búvísindamenn og hlusta á mál
ykkar og fræði. Þaö nærir gamla og nýja löngun mína í þann
fróöleik, sem tiltækur er um búvísindi, en þó einkum það er
varðar búféð. Búfjárfræðin var mitt kjörfag í skóla og er
það enn framar öllu öðru.
Þau orö, sem ég kann aö segja hér, bið ég ykkur aö lít
á sem ofurlítinn hvata til að vekja umræðu, en alls ekki
nokkurt framlag í leit ykkar aö úrlausn eöa sannindum.
1 hinu skemmtilega og fróölega riti Brodda Jóhannes-
sonar, Faxa, er aö finna mikinn fróðleik um hross, þýðingu
.þeirra og hlutverk í þjóðlífi fslendinga á liðnum öldum.
Hann dregur fram á listrænan hátt hinn sterka þátt hestsins
í trúarlífi manna og hversu nærri manninum sjálfum hann stóÖ
á öllu hinu huglæga sviöi fólksins. Broddi telur líklegt að
neyzla hrossakjöts hafi veriö fremur lítil á fyrstu öldum
landsbyggðar, sökum þessara tengsla viö guðsdýrkun. Og víst
er að á seinni öldum og allt fram á okkar daga hefur gætt
andúöar á hrossakjöti til neyzlu.
Ekki er aö sönnu ljóst hvort hæðiorð Skarphéöins, er
hann mælti til Þorkels háks í tjaldbúðinni á Þingvelli forðum,
voru fremur sprottin af viöbjóði manna almennt á hrossakjöti,
eöa aö um væri aö ræða óvirðuleik þess athæfis, aö leggja sér
til munns þann partinn af hrossinu sem óvirðulegastur var.
Allt aö einu er vitað, að hrossakjötsát þótti lengi á tíð
ekki sæma höfðingjum.
En þótt búnaÖarsagan greini ekki svo glöggt, hversu
stórt hlutverk hrossanna hefur verið í mataræöi þjóðarinnar