Ráðunautafundur - 12.02.1978, Side 48
142
haustin. Þaö er auðvelt aö greina sköpulag og ýmsa eðliskosti
reiöhesta í haustfolöldum, og í sláturhúsum á haustin hef ég
oft séð gæðingsefni bíða byssunnar, en samtímis lufsast víða
hæfileikalaus folöld heima í högum.
III. Hrossaverzlun og verð útflutningshrossa.
Eins lengi og sögur herma hafa íslendingar gefið og selt
hross úr landi, en regluleg útflutningsverzlun með hross hefst
ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld, er Englendingar fara að
kaupa hér hross í kolanámurnar, og síðar þeir ög Danir til bústarfa á
smábýlum. Þessi verzlun lagðist svo niður í stríðsbyrjun 1940.
Það er ekki aftur fyrr en 1958, sem farið er að selja reiðhross
reglulega úr landi, fyrst til Þýzkalands^ eftir 5 ára kynningar-
starf á slíkum hestum í Evrópu.
Samkvæmt hinu forna landauramati, þar sem kúgildið var
verðeining, en samkvæmt Jónsbók var þessi gjaldmiðill skilgxeindur
þannig: „Kýr 8 vetra óg eigi yngri en að 2. kálfi, heil og
heilspenuð og hafi kelfst um veturinn eftir Pálsmessu, eigi
verri en meðalkýr, héraðsræk að fardögum"> voru hross
metin þannig £ kúgildum:
4-10 vetra taminn hestut: 1 kúgildi (einingin 100% kúgildi)
1 1/4 hryssa, 4-10 vetra: 1 kúgildi (einingin 80% kúgildi)
2 hross þriggja vetra: 1 kúgildi (einingin 50% kúgildi)
3 hross tveggja vetra: 1 kúgildi (einingin 33% kúgildi)
Verð hrossa var svo breytilegt eftir framboði og eftir-
spurn. Það gat orðið mjög hátt eftir felli, t.d. eftir Skaftár-
elda, en svo þegar hrossum fjölgaði í góðærum, þá fór verð þeirra
niður fyrir landauramatið. Á seinni hluta síðustu aldar var
mikið afhrossum í landinu og útflutningur þeirra mikill, enda var
þá verð þeirra að jafnaði undir kýrverði. Hér á eftir skulu
sýnd dæmi um þróun þessara verölagsmála og verzlunarmála s.l.
100 ár: