Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 33
127
Laukar og hnyói
Þessi ræktun byggist á innfluttu hráefni, en venjulega
eru laukar keyptir inn frá Hollandi. Þessi laukainnflutningur
er frjáls og fyrrum skeöi það á stundum aö verulegt magn um-
fram seljanlegt var flutt inn. Nú er þessi innflutningur oft-
ast nokkuð viö hæfi, enda laukaverð oröiö þaö hátt að fullrar
fyrirhyggju er þörf.
Þessi ræktun er framkvæmd þannig aö laukar eru framrækt-
aðir í kössum eða þessháttar t.d. túlípanar, páskaliljur,
hyacintur ofl. eöa lagöir í beö £ gróðurhúsi, framræktaðar þar
eins og t.d. íris, gladiolur, freesialiljur ofl.
Þessari ræktun allri er það sameiginlegt aö miklu er
tilkostaö, en blómafjöldi á fermetra er hins vegar mikill og
arösemi mikil ef vel til tekst, en skammt í tap ef út af ber.
Laukblóm eru mjög þýðingarmikill liður í vetrarræktun, þar sem
auðvelt er aö kerfa ræktun meö nákvæmum blómgunartíma og magni
þetta er ekki síst þýðingarmikið vegna þess að á fermetra er
framboð annara tegunda afar takmarkað. Heildarverömæti inn-
fluttra lauka til garðyrkjubænda sem notaö er til ylræktar er
áætlað um 30 millj. kr.
Heildsöluverð þeirra laukc^blóma sem framræktuö eru mun
mega áætla um 60-65 millj.
Pottaplöntur
Ræktun pottaplantna hefir alllengi verið verulegur liður
í ræktun margra gróðrarstööva hér á landi.
Um stöðvar sem hafa algjörlega sérhæft sig £ sl£kri
ræktun er ekki að ræða, en sl£kt er algengt erlendis. Fjár-
festing er einna mest £ þessari grein. Liggur hún £ þv£ að
borð - pottar og plöntur eru æt£ö verulegur grunnkostnaöur.
Einnig má heita að nú sé svo komið að sjálfvirk vökvun
sé l£ka forsenda þess aö hægt sé að stunda þessa grein með
hagnaði, þv£ ella er hætt við aö vinnukostnaður veröi óhæfi-
lega mikill. Þær gróörarstöövar sem framleiða pottaplöntur hér
á landi eru flestar meö mikið úrval tegunda, sem stafar af þv£
að markaður er þröngur, þannig aö aðeins er svigrúm fyrir
ffemur litið magn hverrar tegundar.