Ráðunautafundur - 12.02.1978, Blaðsíða 50
144
Ar F.O. ísl. B. verð í krónum: Skráð þýzka gengi_ marksins: F.B í Þ .0. verð . mörkum:
1960 Kr. 5.280,- Kr. 9,55 DM 553 ,-
1966 Kr. 5.275,- Kr. 10,77 DM 490 ,-
1970 Kr. 21.300,- Kr. 24,10 DM 884 ,-
1975 Kr. 126.000 ,- Kr. 57,10 DM 2.205,-
í 9 7 6 Kr. 153.000,- Kr. 72,83 DM 2.100,-
1977 Kr. 202.000,- Kr. 88,00 DM 2.300,-
Af þessu má sjá, að það gengur kraftaverki næst, hversu
tekist hefur að ná upp verði reiðhrossanna frá árunum 1966 til
1975, en það er eins og nú sé komið að því marki, sem markaðurinn
þolir, því að hreyfing hefur orðið lítil síðustu 3 árin. Málið
er þó margslungið, eins og ég kem nánar að síðar. Þessi árangur
hestaverzlunarinnar byggist fyrst og fremst á því, að hrossin
okkar eiga í eðli sínu þau verðmæti, sem fólk í öðrum löndum vill
greiða vel fyrir, og þessi verðmæti hafa unnið sér vaxandi eftir-
spurn. 1 öðru lagi er þessi hestaverzlun árangur af farsælu sam-
starfi milli Búvörudeildar SÍS og Búnaðarfélagsins, sem fyrst
hófst að gagni, þegar Agnar Tryggvason stofnsetti skrifstofu
Sambandsins í Hamborg og hélt svo áfram með vaxandi gengi, er
hann kom heim og tók við Búvörudeildinni.
Til að gera gleggri grein fyrir stöðu reiðhestaútflutningsins
í dag, leyfi ég mér að taka hér inn í þetta erindi hluta úr starfs-
skýrslu minni til Búnaðarþings 1978:
„Hestaverzlunin tekur árlega nokkrum breytingum, helzt í þá
áttina að verð seldra hrossa hækkar, en eftirspurnin verður
stöðugt meiri eftir góðum reiðhrossum og geldingum. Það verður
æ örðugra að selja miðlungshesta og ótamin hross. Hryssuverzlunin
dregst saman, enda mun það hafa verið tilgangur Búnaðarþings með
10% útflutningsgjaldinu á hryssur.
Sala á miðlungshrossum gæti aukizt aftur, þó því aðeins að um
yrði að ræða algerlega kergjulausa og hrekkjalausa hesta. Nú er
verið að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum með sölu á svona hestum
til notkunar fyrir lamað fólk (hippotherapy). Hér er á ferðinni
sérstök læknisaðgerð, sem hefur verið rannsökuð s.l. áratug í