Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 13

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 13
63 yiðarkolagerð hefir verið meiriháttar athöfn í gamla bændasamfélaginu á íslandi. Umfang þessarar iðju er rakið í stórmerkri grein eftir Þórarin Þórarinsson frá Eiðum (Ársrit Skógræktarfálag íslands 1974). Miður- stöður hans eru þessar helstar: " ..... þá þarf að gerfella skóg af rúmum þúsund hekturum lands árlega til þess að framleiða þær tæplega 65 þúsund kolatunnur, sem ársþörfin nam fyrstu fimm hundruð ár Islandsbyggðar, og þó nokkru lengur. Næstu fimm hundruð árin eftir að járngerð hætti, þurfti ár- lega að fella skóg af 640 hekturum lands, miðað við 42 þús. tonna kolaþörf." Um verð á kolatunnu í peningum hefi ég ekki heimildir, en Sæbjörn á Hrafnkelsstöðum, sem fyrr var nefndur, segir frá mikilli kolagerð í Fljótsdal. Hann kvað mikið af þeim hafa verið selt gegn sjávarvöru í fjarðarsveitir við háu verði. Miðað við afköst í skógarhöggi með nútíma véltækni, hefir gxfurlegt vinnuafl verið bundið í þessari starfsemi, sem var nauðsynleg til þess að unnt væri að stunda rauðablástur á fyrstu öldum íslandsbyggðar og til þess að dengja íslensku ljáina allt fram til þess, er Torfi í ölafsdal hóf að flytja inn skosku lénisljáina rétt fyrir 1880. Þá lagðist kolagerðin af að mestu. 3 ._____óbein þýðing skógar á íslandi fyrir búfjárrækt. 3.1 Jarðvegs- og gróðurvernd. Allur skógur hefir ákaflega mikla þýðingu til verndar jarðvegi: Rætur trjánna binda jarðveg betur en annar gróður og skógur er þýðingarmesti vatnsmiðlari í nátt- úrunni. Eyðingu jarðvegs víðsvegar í heiminum má

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.