Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 17

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 17
67 Skógræktar ríkisins, sem nefndist "til framkvæmda í Fljótsdal", kr. 500 þúsund. Hér hafði fjárveitingavaldiö í fyrsa sinn veitt fé beint til þess aö styðja skógrækt á sveitabýlum. Fjárveitingin studdist viö svonefnda Fljótsdalsáætlun, sem sett haföi verið fram nokkrum árum áður, og þar sem lagt var til aö hefja skógrækt til stuðnings viö og til aukinnar fjölbreytni í búskap bænda í Fljótsdal í Noröur-Múlasýslu. I samningi þeim, sem geröur er viö bændur um þennan stuðn- ing ríkisins, tekur það á sig aö greiða stofnkostnaðinn viö girðingar og ræktun að fullu, en bóndi skuldbindur sig til aö endurgreiða 10% af brúttóverðmæti afurða, þegar þær fara að falla til. Þessi mikli stuðningur byggist á því, hve langur tími líður frá fjárfestingu til fyrstu tekna í skógrækt. Vart er hægt að hugsa sér að bændur fari að festa fé til þess að hefja slíka ræktun. En fjárveitingavaldið vildi reyna þetta og gera nokkrum bændum kleyft að byrja. Fyrirmyndin er sótt til Vestur-Noregs, þar sem ríkisstyrkur til þess að hefja skógrækt á skóglaustu landi er 75% af kostnaði. Eru þó í þeim landshluta miklir skógar vxða, en höfðu eyðst þar meifa en annars staðar í landinu. 5.2 Hvers vegna var Fljótsdalur valinn? Ástæðan fyrir því, að Fljótsdalur varð fyrir valinu, er sú að Hallormsstaður er þar í næsta nágrenni, og á Hallorms- stað var einna lengst reynsla í skógrækt þér á landi, og árangur með ýmsar trjátegundir ekki betri annars staðar. Fyrir því var talið, að hvergi gæti fengist betri prófsteinn á skógræktina sem þátt í búskap bænda en einmitt þar. Menn höfðu sterklega þá tilfinningu, að skógræktarskilyrði væru ekki betri annars staðar. Athuganir Hauks Ragnarssonar síðar á samverkun veðurfarsþátla skipuðu Fljótsdalnum einmitt á hagstæðasta skógræktarsvæði landsins.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.