Ráðunautafundur - 12.02.1980, Blaðsíða 18
68
Þótt ekki væru til í Fljótsdal neinir stærri ræktaðir
skógarreitir, þegar bændaskógræktin hófst þar, voru þó
til á einstaka bæ smáreitir, sem nokkuð var hægt að
læra af, og eins allmargir góðir trjágarðar, sem gáfu
góða vxsbendingO. Loks eru í Fljótsdal allmiklar leyfar
hinna fornu birkiskóga, og eru F1jótsdalsskógar með þeim
fallegustu, sem nú eru á íslandi: Ranaskógur, Víðivalla-
• skógur og Arnaldsstaðaskógur.
5.3 Stærð skógræktarinnar í Fljótsdal
A árunum 1969-1972 var mest unnið að girðingum. Voru þá
girtir tæplega 118 ha á 6 bæjum. Allar girðingarnar eru
sameiginlegar fyrir 2 bæi hver þeirra.
Plöntun hófst vorið 1970 í fyrstu girðinguna, sem þá var
tilbúin. Eftir 1972 bættist engin girðing við, en nú eru
3 stórar í gerð og fleiri koma væntanlega í kjölfarið.
Eftir 1972 hefir nær eingöngu verið plantað í þessar girð-
ingar til ársins 1977, að aftur var farið að undirbúa
nýjar girðingar. Alls hafa verið gróðursettar í Fljóts-
dalsgirðingar 315 þús. plöntur.
5.4 Trjátegundir.
Langsamlega mest hefir verið gróðursett af lerki, sem
ættað er ýmist frá Rússlandi eða Vestur-Síberíu. Astæður
eru þessar helstar:
1. Veðurskilyrði í Fljótsdal henta lerki eins vel og
kosið verður hér á landi.
2. Landið er víða mjög rýrt harðvelli (Kobresia-Dryas),
þar sem lerkið tekur mjög vel við sér, en allar aðrar
trjátegundir þyrftu áburðargjöf með til hjálpar og
dyrari plöntunaraðferðir. Hér var notast við ódýrustu
plöntunaraðferð.