Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 26

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 26
76 Mikilsverðir eiginleikar Enda þótt heimilistrjárækt gegni að flestra áliti því eina markmiði sem þegar er vikið að, býður hún þó framar öllu upp á vissa ómótmælanlega kosti sem sjaldan virðast eygðir eða metnir til fulls að verðleikum. I fyrsta lagi er hér um að ræða þann mikilsverða eiginleika að geta veitt umtalsvert skjól. Þetta atriði er ekki aðeins mikilvægt í sambandi við útivist, heldur er það engu þýðingarminna fyrir upphitun íbúðarhúsnæðis. Eins og nú er háttað málum um orkukostnað, gæti gott skjól frá trjágróðri, sparað heimilum sem búa við dýra olíuupphitun, árlegan orkukostnað, sem hugsanlega lægi á bilinu 20-30%. Hvað þetta gæti þýtt skal hverjum og einum látið eftir að hugleiða. 1 öðru lagi skal vakin athygli á viðhaldskostnaði húsa. Þar sem nýtur skjóls, verður viðhald bygginga snöggt um minna en standi þær á skjólsnauðu landi. Ekki síst getur munað um- talsverðu þá timburhús eiga í hlut, en hin síðari ár hefur þannig íbúðarhúsum farið ört fjölgandi í sveitum landsins. Að öllu samanlögðu má því ljóst verða, að trjárækt er ekki einungis mikið þjóðþrifamál, heldur ekki síður nauðsynjamál sem framvegis þyrfti að leggja aukið kapp á að efla hvarvetna í sveitum landsins þar sem unnt reynist. En bæði framtakssemi og hugsun hefur verið lítil í þessum efnum hingað til. Er tilval- ið að hvetja til stórátaka á þessu sviði í tilefni árs trésins sem nú er hafið. Skilyrói til trjáræktar Það gefur auga leið að atriði hlr að lútandi tengjast mjög landstöðu og fjölbreytilegu náttúrufari landsins. Landslag og þar með staðhættir ráða miklu um veðurskilyrði við býli. Geta þau reynst með ólíkindum breytileg innan tiltölulega mjög af- markandi svæðis. Allt of óvíða í næstu grennd við býli býður náttúruleg að- staða upp á umtalsvert skjól gegn stormasamri veðráttu. Þetta er ekki síst sakir þess, að frá fornu fari hefur víða verið leitast við að staðsetja byggingar og þá einkum íbúðarhús uppi á hæðum þar sem gott er útsýni en jafnan töluvert áveðra. Gætir því næðinga strax og kveður að vindi, en að ógleymdu hitastigi

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.