Ráðunautafundur - 12.02.1980, Blaðsíða 26

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Blaðsíða 26
76 Mikilsverðir eiginleikar Enda þótt heimilistrjárækt gegni að flestra áliti því eina markmiði sem þegar er vikið að, býður hún þó framar öllu upp á vissa ómótmælanlega kosti sem sjaldan virðast eygðir eða metnir til fulls að verðleikum. I fyrsta lagi er hér um að ræða þann mikilsverða eiginleika að geta veitt umtalsvert skjól. Þetta atriði er ekki aðeins mikilvægt í sambandi við útivist, heldur er það engu þýðingarminna fyrir upphitun íbúðarhúsnæðis. Eins og nú er háttað málum um orkukostnað, gæti gott skjól frá trjágróðri, sparað heimilum sem búa við dýra olíuupphitun, árlegan orkukostnað, sem hugsanlega lægi á bilinu 20-30%. Hvað þetta gæti þýtt skal hverjum og einum látið eftir að hugleiða. 1 öðru lagi skal vakin athygli á viðhaldskostnaði húsa. Þar sem nýtur skjóls, verður viðhald bygginga snöggt um minna en standi þær á skjólsnauðu landi. Ekki síst getur munað um- talsverðu þá timburhús eiga í hlut, en hin síðari ár hefur þannig íbúðarhúsum farið ört fjölgandi í sveitum landsins. Að öllu samanlögðu má því ljóst verða, að trjárækt er ekki einungis mikið þjóðþrifamál, heldur ekki síður nauðsynjamál sem framvegis þyrfti að leggja aukið kapp á að efla hvarvetna í sveitum landsins þar sem unnt reynist. En bæði framtakssemi og hugsun hefur verið lítil í þessum efnum hingað til. Er tilval- ið að hvetja til stórátaka á þessu sviði í tilefni árs trésins sem nú er hafið. Skilyrói til trjáræktar Það gefur auga leið að atriði hlr að lútandi tengjast mjög landstöðu og fjölbreytilegu náttúrufari landsins. Landslag og þar með staðhættir ráða miklu um veðurskilyrði við býli. Geta þau reynst með ólíkindum breytileg innan tiltölulega mjög af- markandi svæðis. Allt of óvíða í næstu grennd við býli býður náttúruleg að- staða upp á umtalsvert skjól gegn stormasamri veðráttu. Þetta er ekki síst sakir þess, að frá fornu fari hefur víða verið leitast við að staðsetja byggingar og þá einkum íbúðarhús uppi á hæðum þar sem gott er útsýni en jafnan töluvert áveðra. Gætir því næðinga strax og kveður að vindi, en að ógleymdu hitastigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.