Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 28

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 28
78 iö viö nögl. Jafnvel fáein tré, geta náö aö verða fyrirferðar- mikil fyrr en varir, þar sem vel hagar til, og séu þrengsli mikil, hætta þau að njóta sír sem einstaklingar auk þess sem ná- lægö þeirra viö húsiö getur orðið á margvíslegan hátt til ama. Sé þörf á skjólröðum, einni eða fleirum þurfa þær einnig drjúgt pláss. Annars veltur allajafna fyrirkomulag £ þessum efnum á að- stæöum, sem geta verið margbreytilegar, ekki síst afstaða íbúð- arhúss til annara nærliggjandi bygginga, umferðaræða o.s.frv. Þessar og fleiri ástæður geta valdið því, að útilokað sé með öllu að finna trjágróðri hentugt svæði heima við, auk þess sem skoðnair geta verið þannig,að slíkt teljist ekki æskilegt. Kemur þá til kasta að velja viðunandi bletti í nágrenninu, en hér og þar hagar oft þannig til,að slík sjálfkjörin svæði geta verið fyrir hendi skammt frá heimilinu. Jarðvegskostir og kjör Að því er jarðveg snertir, þarf um fram allt að hyggja að eftirfarandi atriðum við staðarval fyrir trjárækt: dýpt, raka- ástandi og frjósemi. Rætur viðarplantna eru misjafnlega djúpstæðar. Flestir runnar hafa t.d. frekar grunnstætt rótarkerfi, sem oft er að- eins í 50-60 cm dýpi, en rætur trjáa standa yfirleitt til muna dýpra. Árangur ræktunar segir oftast betur til sín eftir því sem fyrirstaða £ jörð er minni, þótt það sé ekki algild regla. Einn mesti ágalli sem hugsast getur er móhella, en þar getur reynst nær útilokað að rækta tré nema ofan á hv£li 80-90 cm frjósamt jarðvegslag. Snöggt um skárra er malarkennt undirlag eða jafnvel klöpp, ef þykkt jarðvegs er viðunandi, sem lágmark skyldi ætla 70-80 cm. Oft er £búðarhúsum komið fyrir á þannig stöðum að þar skorti sums staðar á æskilega jarðvegsdýpt. Þess utan er jörð oft hrjóstrug. Ör þeim ókostum má yfirleitt bæta með greftri og aðflutningi hentugra jarðefna, en góður skurðaruðningur reynist yfirleitt hagkvæmur £ þessum tilgangi. Sakir kostnaðar geta ofannefndar aðgerðir reynst mörgum ofviða, og verður þá að leita að æskilegra svæði. Um jarðveg gildir að öðru leyti að jafnan er hagstætt að hann sé blendingur helstu jarðvegsteg-

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.