Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 29

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 29
79 unda, en slíkt er í raun fágætt þar sem trjárækt er valið stæði. Á þessum vettvangi skyldi í upphafi aldrei vanrækt að gera þær bætur sem ákjósanlegar geta talist, því erfitt getur reynst að framkvæma þær síðar. Yfirleitt hentar mjög rök jörð illa trjágróðri. Rætur koma þá til með að líða fyrir kulda og skorta súrefni nema þannig hagi til að rakinn sé ávallt á góðri hreyfingu og beri þannig ferskt loft að rótunum. Á stöku stað getur deiglendi reynst það mikið að þörf sé framræslu. Framkvæmdin er kostnaðarsöm en hefnir sín ef hún er vanrækt. I sambandi við frjósemi er oft bent á tré sem dæmi um nægjusemi, og jafnvel gefið í skyn að lítil sem engin þörf sé á að næra þau. Að því er heimilistrjárækt varðar, er hér um alvarlega firru að ræða, sem því miður hefur öðlast djúpstæðar rætur, ásamt því, að frjósemi íslenskrar moldar sé næsta yfirnáttúru- leg. Hvort tveggja er hálfgerður uppspuni. Hlutfallslega þurfa tré engu minni næringu en annar gróður, og sakir hægfara ummynd- unar og efnabreytinga í jarðvegi, vegna lélegs hita, skortir tíð- um á að næringarefnalos fylgi og fullnægi þörfum plantna. Yfir- leitt eru þó mörg tré duglegri en annar gróður að nýta sér það sem kann að vera fyrir hendi. Samtímis jarðvinnslu má því ekki vanrækja að bera á, en þá er æskilegt að nota rotinn húsdýraáburð, sem miðlar næringu yfir lengri tíma, auk þess sem hann eflir smáverulíf jarðar og bætir smám saman eðliskostina. Er frá líður verður síðan að bera á eftir fastri reglu, l-2svar á hverju sumri. Þetta er ekki síst þýðingarmikið þegar gæta tekur þrengsla á plöntum. Að láta trjáplöntur svelta má ekki henda, en eigi að síður á þetta sér stað þó nokkuð víða. Hér skal einnig vikið að þvx,að fyrir trjáplöntur hefur sýrustig ekki sxður gildi en fyrir annan gróður. Yfirleitt vex meginþorri trjáa og runna best við pH tölu sem liggur á sviðinu 5.5-7.0. Undantekningar eru þó á þessu. Innan umræddra marka liggur mikið af íslenskum jarðvegi. í vissum tilvikum getur þó verið æskilegt að kalka, t.d. skurðruðningsmold. Sama gildir um mjög leirborna mold, en sá

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.