Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 33

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 33
83 Samstarfsnefndin kaus úr sínum hópi 5 manna framkvæmda- stjórn og er formaður hennar Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands. Hulda Valtýsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður við undirbúning. Þá hafa nokkrar nefndir verið skipaðar til að annast ákveðna þætti undirbúnings og framkvæmda Svo sem: - skipulag á plöntukaupum og plöntudreifingu, - skipulagningu á gerð sjónvarpsefnis til kynningar á skógrækt og fræðslu um trjárækt og skógrækt, - kynningu og fræðslu í útvarpi og öðrum fjölmiðlum, - gerð myndaflokka með fræðandi efni um skógrækt og trjárækt, - gerð bæklinga um sama, - gerð frímerkis í tilefni árs trésins, og svo fjáröflunarnefnd. Skógræktarfélag íslands ber eitt ábyrgð á öllum sameigin- legum kostnaði sem verður að undirbúningi og framkvæmd „árs trésins",en að sjálfsögðu er því um megn að veita beinan stuðn- ing til þeirra aðila sem standa að einstökum þáttum framkvæmd- arinnar. Hugmyndin að því að efna til „árs trésins" undir ákveðnu kjörorði er fengin erlendis frá því að í nágrannalöndum okkar Bretlandi og á hinum Norðurl'öndunum hefur slíkt verið gert og þá í flestum tilfellum í samvinnu opinberra aðila og áhuga- samtaka. öþarft ætti að vera að benda á,að þyki þessum þjóðum svo mikið um vert að fræða um gildi trjáræktar og skógræktar og efla áhuga fólks á þessum efnum, ættum við ennþá fremur að hafa til þess ríkar ástæður. III. Markmið Tilgangurinn með ári trésins, er að vinna að auknu gengi trjáræktar og skógræktar á íslandi. Að þessu verður m.a. unnið á eftirfarandi hátt: 1. Kynningu á árangri trjáræktar, skógræktar og skógverndar hér á landi.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.