Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 60

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 60
110 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1980 ALASKALÚPíNAN OG NOTKUNARMÖGULEIKAR HENNAR. Andrés Arnalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Alaskalúpínan barst til landsins frá Alaska 1945 og mun nú komin í flesta eða alla landshluta. Lúpínan er belgjurt. Á rótum hennar geta lifað gerlar (Rhizobium lupini) sem framleitt geta köfnunarefni úr lofti. Árið 1976 hófust á vegum Rala rannsóknir á lúpínu, fyrst á alaska- lúpínu en 1979 einnig á öðrum lúpínutegundum. Rannsóknirnar eru liður í víðtækara belgjurtaverkefni, sem er í uppsiglingu á Rala. Á ráðunautafundi 1978 var greint frá þeim rannsóknum, sem fram höfðu farið til þess tíma. Þær rannsóknir voru fyrst og fremst ýmsar forrann- sóknir sem vöktu fleiri spurningar en þær fengu svarað. Árið 1979 var um- fang rannsóknanna aukið að mun. Aðaláherslan var lögð á vinnubrögð vió sáningu og smitun, aðferðir við "alkaloid" mælingar og nýtingarmöguleika lúpínunnar. Einnig voru gerðar tilraunir með nokkra stofna af þremur ein- ærum tegundum af "sæt" lúpínu ("alkaloid" lausri) og voru niðurstöður þeirra tilrauna mjög jákvæðar. 1 megindráttum benda niðurstöður tilrauna þeirra sem gerðar voru 1979 til þess að ræktun og meðferð lúplnunnar sé að mörgu leyti auðveldari en reiknað hafði verið með. Sem landgræðsluplanta hefur lúpínan óum- deilanlega sannað gildi sitt og getur, þar sem við á, veriö margfalt ódýr- ari og varanlegri valkostur en sáning með grasfræi og áburði. Öflun nægi- legs magns af fræi er erfiðasta vandamálið sem þarf að leysa til að geta notað lúpínu í stórum stíl til landgræðslu. Kynbæta þarf lúpínur sem þorska allt sitt fræ í einu og geyma það fullþroska í belgjunum en opna þá ekki. Þegar því stigi er náð er auðvelt að rækta upp véltæka fræakra. Alkaloidinnihald lúpínunnar er fremur hátt, en það takmarkar notkun lúpínunnar til fóðurs. Svo viröist sem breytileiki sé mikill í alkaloid- innihaldi einstakra lúpínuplantna, en það táknar að tiltölulega auðvelt sé að rækta upp alkaloidlausa lúpínustofna.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.