Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 63

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 63
113 notað 1 þeirri merkingu að ná til alls kyns starfa sem byggjast á vísindalegri þekkingu, menntun eða reynslu. Orðið eins og það er notað af OECD er hins vegar talsvert þrengra skilgreint. Aðalskilgreiningin er á þessa leið: Rannsóknir (research) og þróunarstarfsemi (experimental development) er skapandi vinna unnin á kerfisbundinn hátt til að auka þekkingu og þar með talda þekkingu á manninum sjálfum, menningu hans og þjóðfélagi, og beitingu þessarar þekkingar til nýrra hluta. Greint er milli þriggja tegunda rannsókna og þróunarstarfsemi (r og þ) undirstöðurannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þróunarstarfsemi: Undirstöðurannsóknir eru tilraunir eða fræðileg vinna fyrst og fremst til öflunar á nýrri þekkingu án tillits til ákveðinnar hagnýtingar. Hagnýtar rannsóknir eru einnig skapandi vinna framkvæmd til öflunar á nýrri þekkingu. Þær beinast aðallega að ákveðnu hagnýtu markmiði eða tilgangi. Þróunarstarfsemi er hagnýting þekkingar til nýsköpunar og fram- leiðslu nýrra efna, vöru og aðferða. Oft er erfitt að greina milli rannsókna og þróunarstarfsemi og skyldrar starfsemi, sem spannað getur þýóingarmikið starf grundvallað á vísindum og tækni. Almennt má segja, samkvæmt OECD, að öll vinna í sambandi við vísindalegar rannsóknir hefur eitthvað skapandi í för með sér. Skyld starfsemi sem ekki er talin til rannsókna gæti verið ýmis þýðingarmikil vinna, svo sem kennsla og viðhald þekkingar, almenn söfnun upplýsinga, t.d. kortagerð, veðurfræðimælingar, upplýsingaöflun og miðlun, prófanir og greiningar, hagkvæmnisathuganir, o.fl. ÞÓ geta þessi störf talist til rannsókna ef þau eru hluti af rannsóknarverkefni. Athuganir Rannsóknaráðs á stöðu vísindalegra rannsókna og þróunar- starfsemi þjóna tvennum megintilgangi. í fyrsta lagi veita upplýsingarnar mönnum yfirsýn yfir starfsemina hérlendis, stöðu hennar í dag og hver

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.