Ráðunautafundur - 12.02.1980, Síða 65

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Síða 65
115 Ef litið er á framkvæmd rannsókna og þróunarstarfsemi (tafla 3) má sjá hvernig þessu fé hefur verið varið milli framkvæmdaaðila. Þar er framkvæmdaaðilum skipt í eftirfarandi flokka: atvinnufyrirtæki, sjálfseignastofnanir, hið opinbera og æðri menntastofnanir. Hinu opin- bera er svo skipt í rannsóknastofnanir atvinnuveganna og aörar opinberar stofnanir. Þessi aðalskipting er í samræmi við gildandi skiptingu hjá OECD. Hér sést best hve stórt ríkið er í rannsóknastarfseminni. Árið 1977 er hið opinbera með 65,7 af hundraði alls fjármagns til rannsókna og þróunarstarfsemi, og ef æðri menntastofnanir eru einnig teknar með (25,7%), alls 91,4% af heildinni. Atvinnufyrirtæki sem fjármagna árið 1977 16 af hundraði fjármagns til rannsókna og þróunarstarfsemi framkvæma ekki nema um 5 af hundraði á eigin vegum. Þau leita til hins opinbera og þá aðallega til rannsóknastofnana atvinnuveganna með sín rannsóknar- verkefni. í stað þess að mæla stærðir í verðbólgukrónum og nota vísitölu til að draga úr verðbólgunni má mæla stærðir rannsókna og þróunarstarfseminnar í mannárum. Eitt mannár er skilgreint sem vinna eins manns x eitt ár, miðað við 40 stunda vinnuviku. Sjá má skiptingu starfsliðs rannsókna og þróunarstarfseminnar og mannár þeirra samkvæmt framkvæmdaaðilum árið 1977 í töflu númer 4. Þessi skipting í annars vegar þá sem vinna heilsdags- vinnu (H) og hins vegar heilsdags og hluta úr degi (Alls) sýnir framlag sumarvinnufólks og hálfsdagsfólks í rannsóknarátakinu. Athyglisvert er hve mikil vinna er framkvæmd af hálfsdags og sumarvinnu "aðstoðarfólki" og "öðru starfsliði" hjá æðri menntastofnunum' og opinberum stofnunum. Almennt virðist fjöldi heilsdagsaöstoðarfólks vera alltof lágur miðað við fjölda sérfræöinga, þótt bætt sé úr skortinum með sumarvinnu- og hálfsdagsfólki. í flokknum "aðrir aöilar" flokkast sjálfseignarstofnanir, svo sem Krabbameinsfélagiö og Hjartavernd. Her sést að rannsóknastarfsemi þessa flokks er almennt unnin af sérfræðingum í föstu starfi annars staðar. Erlendis er áætlað að vinna sérfræðings nýtist best ef hann hefur sér til aðstoðar að meðaltali tvo aðstoðarmenn. Sjá má í töflu 5 að alls voru árið 1977 um 432 heilsdagssérfræöingar hérlendis við rannsóknir og höfðu þeir 289 aðstoðarmenn og 122 ritara og annað ófaglært starfslið sér til aðstoöar. Samkvæmt töflu 6 er vinnuframlag fyrrgreindra sér-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.