Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 77

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 77
127 6. Upplýsingaþjónustu 7. Fjármögnun - útvegun fjármagns til rannsóknaverkefna 4. Hver eru viðhorfin á "markaðnum"? Það er skoðun Rannsóknaráðs ríkisins að þær aðstæður, sem nú ríkja i íslensku þjóðfélagi af völdum innlendra og erlendra aðstæðna, skapi mikla nauðsyn á þvi að gerðar verði markvissar tilraunir til umbóta á framleiðsluvörum og framleiðsluaðferðum landsmanna, svo og á lifsháttum eða lífsskilyrðum þeirra (aðbúnaöur, umhverfi). Það er jafnframt líklegt að skilningur fari vaxandi hér á landi fyrir nauðsyn "skynsamlegra bú- skaparhátta", þ.e. að fráhvarf sé að verða frá hugsunarhætti veiðimanna- þjóðfélags, sem að mörgu leyti hefur einkennt islenska atvinnuhætti fram að þessu, og að vaxandi áhugi sé fyrir þvi að gera tilraun við markvissa þjóðfélagsþróun. í öðru lagi veldur aðlögun að alþjóðlegum viðskiptaaðstæðum og þjóðfélagsviðhorfum því, að þjóðfélagið verður opnara fyrir hvers kyns utanaökomandi áhrifum, að hraði breytinga fer vaxandi og slikum breyt- ingum fylgja bæði auknar hættur og jafnframt aukin tækifæri. Þessar hættur og tækifæri þarf að sjá fyrir, ef unnt er, og bregðast við þeim eða hagnýta þau. Flestir álita að íslendingar búi nú við nokkru lakari lifskjör en nágrannaþjóðirnar og þvi verði um sinn áframhaldandi mikil áhersla á aukna hagsæld, en hins vegar er líklegt að i framtiðinni verði meiri áhersla lögð á lifsfyllingu eða farsæld, sem ekki endilega felur í sér efnisleg gæði. Þessar þjóðfélagsaðstæður hafa gagnger áhrif á viöfangsefni og starfshætti Rannsóknaráðs og þann hljómgrunn sem starf þess getur fengið með þjóðinni. 5. Tilgangur langtimaáætlunar Eitt af veigamestu tækjum Rannsóknaráðs i starfi sinu er gerð

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.