Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 83

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 83
133 ætlað að sinna. Stofnun búnaðardeildar og löggjöf um rannsóknir og tilraunir i þágu landbúnaðarins nr. 64 frá 7. maí 1940 marka tímamót í tilrauna- og rannsókna- málum landbúnaðarins. Með lögunum um rannsóknir og tilraunir í þágu land- búnaðarins var í fyrsta sinn komiö á heildarskipan um stjóm tilraunamála landbúnaðarins hér á landi. Samkvæmt þeim lögum hafði landbúnaðarráðherra yfirstjóm rannsókna og tilrauna í þágu landbúnaðarins. Gert var ráð fyrir, að ríkissjóður kostaði þessa starfsemi. 1 lögunum frá 1940 voru einnig ákvæði um, að ráðherra skipaöi tvö tilraunaráð til 5 ára i senn, annaö fyrir jarðrækt, en hitt fyrir búfjárrækt, og voru 5 menn í hvoru. Verksvið til- raunaráðanna var m.a. að gera tillögur um hvaða verkefni búnaðardeildin ynni að á hverjum tíma. Eins og áður sagði tók tilraunaráð jarðræktar vió rekstri tilraunastöðvanna og rak þær fram til 1965. Tilraunastöðvarnar fjórar, sem tilraunaráðiö rak, þ.e. Reykhólar, Akur- eyri, Skriðuklaustur og Sámsstaðir voru fyrst í stað eingöngu tilraunastöðvar í jarðrækt. Á öllum stöðvunum var þó rekinn venjulegur búrekstur samhliða. Smám saman fóru búfjárræktarmenn að nýta sér þá aöstöðu, sem búféð gaf og núna eru geröar víötækar búfjártilraunir á öllum stöðvunum nema á Sámsstöðum, en þar er ekki búfé lengur. Rannsóknastofnun landbúnaðarins ■ Hinn 10. maí 1965 voru samþykkt á Alþingi lög um rannsóknir i þágu atvinnuveganna. Þessi lög eru nr. 64/1965. 34. gr. nefndra laga hljóðar svo:"Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal annast eða hafa umsjón með öllum rannsóknum og tilraunum á sviði landbúnaðar- ins, sem fé er veitt til á fjárlögum, og falla undir eftirtalin verkefni: 1. Rannsóknir og tilraunir til öflunar vísindalegrar og hagnýtrar þekkingar og reynslu í undirstöðu atriðum jarðræktar og búfjárræktar. 2. Rannsóknir á orsökum þess, að landgæði spillast eða landnytjar ganga úr sér, og tilraunir meó varnarráðstafanir. 3. Rannsóknir á framleiðsluvörum landbúnaðarins, sem miða að betri og full- komnari nýtingu. 4. Þjónusta við landbúnaöinn með rannsóknum. 5. Kynning á niðurstöðum rannsóknanna og starfsemi stofnunarinnar í vísinda- og fræðsluritum". 35. gr. laganna hljóðar svo: "Til framkvæmda á verkefnum þeim, sem um getur í 34. gr., skal starfsemi stofnunarinnar greinast í eftirfarandi Verksvið:

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.