Ráðunautafundur - 12.02.1980, Qupperneq 86
136
Ráðið kemur saman tvisvar á ári. Það "er tengiliður milli stofnunar-
innar og hinna ýmsu greina landbúnaðarins. Það er forstjóra og stjórn til
ráðuneytis og gerir tillögur um starfsáætlun stofnunarinnar. Ráðið er
ólaunað".
Á þessu sést að tilraunaráðið gegnir allt öðru hlutverki en "gömlu"
tilraunaráðin, sem sjálf stóðu fyrir ýmis konar starfsemi.
ðtgáfustarfsemi.
Löngum hefur verið kvartað yfir því, að of lítið kæmi frá rannsókna-
starfseminni. Litum nú nánar á útgáfustarfsemi, sem tengd hefur verið
rannsóknastarfinu.
Árið 1943 hóf Búnaðardeild Atvinnudeildar útgáfu tveggja ritraða undir
samheitinu Rit Landbúnaðardeildar. Ritröðunum var skipt i tvo flokka, A-
og B-flokk. 1 A-flokki birtust skýrslur og ritgerðir um þær rannsóknir og
tilraunir, sem ekki var lokið, en í B-flokki voru lokaskýrslur ákveðinna
rannsókna. Rit Landbúnaðardeildar komu út allt til þess tima að deildin
var lögð niður (og reyndar dálitið lengur). Alls komu út 19 rit i hvorum
flokki. Mörg þessara rita eru fyrir löngu uppseld en önnur er hægt að fá
keypt á Keldnaholti. Auk þessara tveggja ritraða gaf Búnaðardeildin út
3 leiðbeiningarrit um plöntusjúkdóma og vamir gegn þeim. Enn fremur komu
frá deildinni ýmis fjölrituð gögn, var það heldur óskipuleg útgáfa og erfitt
að henda reiður á þvi sem út kom á þann hátt.
Fljótlega eftir aó Rannsóknastofnunin var sett á laggirnar var skipuð
nefnd til að huga að útgáfustarfseminni i framtiðinni. 'Mikil umræða fór
fram um þessi mál og var að lokum ákveöið að hefja útcráfu visindatimarits
og hlaut það nafnið islenskar landbúnaðarrannsóknir. Skyldu vera i ritinu
visindalegar ritgerðir lom hinar ýmsu greinar landbúnaðar og skyid efni.
Ritið hóf göngu sina árið 1969 og hefur komið út siðan, nú nýlega kom
11. árgangur. Út hafa komið eitt eða tvö hefti á ári alls 17 hefti. í
ritinu hafa birst 93 ritgerðir.
Ritstjóri íslenskra landbúnaöarrannsókna var fyrst dr. Sturla Friðriks-
son 1969-1972, en siðan hefur Grétar Guðbergsson verið ritstjóri.
Eftir þvi sem starfsemi Rannsóknastofnunarinnar jókst, óx jafnfram þörf-
in fyrir annars konar útgáfustarfsemi, það er útgáfu bráðabirgðaniðurstaðna,
áfangaskýrsla o.fl. Til að mæta þessari þörf hófum við útgáfu á Fjölritum
RALA árið 1976. Alls hafa komið út 50-60 fjölrit á þessum tima. Ritstjóri
fjölritanna er Tryggvi Gunnarsson.
Ólokið er þá að geta einnar útgáfustarfsemi stofnunarinnar en það eru