Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 160
152
allur borinn á að vori eða hluti hans borinn á um 20. ágúst og endurvöxtur ekki sleginn. Hins
vegar er mun minna nitur í uppskerunni eftir skiptingu. Mismunurinn er að heita má óháður
áburðarmagni og u.þ.b. jafn þeim mun sem var á á d- og f-lið í IV. tilraun, sjá 4. töflu, en hún
var á sama stykki sömu ár. Til samanburðar er upptaka eftir 0, 50 og 100 kg N/ha, sem var 25,
55 og 85 kg N/ha og þá fæst að á áburði allt að 150 kg N/ha hafi nýtingin verið rúmlega 60%
sem má telja viðunandi. Hins vegar var nýting á áburði umffam það léleg, óháð því hvenær
borið var á. í þessu uppgjöri var sleppt þeim hluta tilraunarinnar sem haustáburðarliðirnir voru
ekki í.
12. tafla. Uppskera, þurrefni hkg/ha, og upptaka niturs, N kg/ha, meðaltal þriggja ára í
liðum með samanburð á skiptingu áburðar í tilraun nr. 608-84 á Korpu.
Áburður alls: Þurrefni, hkg/ha Upptekið N, kg/ha
150 200 250 Mt. 150 200 250 Mt.
Allur áburður að vori 74,0 74,9 73,7 74,2 129 137 146 137
100 kg N/ha að vori 71,2 73,9 76,2 73,7 104 116 124 115
KAL
í þessum tilraunum hefur lítið reynt á kal og ekkert komið fram sem bendir til hættu á kali
vegna haustáburðar. A Möðruvöllum skemmdist önnur tilraunin af kali, en það var óháð með-
ferð. Á Korpu var nokkur svellmyndun veturinn 1980-81, sjá tilraunaskýrslu. Svellið lá þó
ekki mjög lengi svo að ekki kól. Ekki fannst samband milli svells, eins og það var metið, og
uppskeru. Af öðrum þáttum vetrarveðráttu, sem hefðu getað haft áhrif, má nefna að haustið
1981 ffaus skömmu eftir að borið var á í septemberlok og var jörð frosin alllengi. Ekki kemur
þó ffam að þessi áburðartími hafi reynst ver þá en endranær.
Ýmsar tilraunir hafa sýnt aukna kalhættu með auknum nituráburði (Bjarni Guðleifsson,
1971). Stórir áburðarskammtar eru yfirleitt ekki bornir á allir í einu heldur er hluti áburðarins
borinn á milli slátta. í íslenskum tilraunum kom kal fram við 225 og 300 kg N/ha og þar af
voru 150 kg borin á að vori (Árni Jónsson og Matthías Eggertsson 1967). Telja má líklegt að
áhrif nituráburðar á vetrarþol eigi einkum við um yrki sem eru ekki aðlöguð sprettutíma eða
öðrum vaxtarskilyrðum og eru því ekki þolin. í þeim tilraunum sem hér er sagt frá hefur
áburður eftir slátt haft meiri áhrif á rótarvöxt en grasvöxt. Það sem mældist sem rótarvöxtur er
e.t.v. að hluta til sprotamyndun sem gæti búið grasið betur undir vetur.
ÁLYKTANIR
I tilraunum með dreifingu á 60 kg N/ha á ýmsum tímum sumars ffá maí til september til við-
bótar grunnáburði í maí hefur uppskerumunur verið ffemur lítill. Mest uppskera hefur fengist
á Korpu ef borið er á í ágústlok, og áburður strax að loknum 1. sl. hefur einnig gefist vel.
Samanburður áburðartíma sem byggist eingöngu á uppskerumælingu er ekki réttmætur.
T.d. getur verið eðlilegt að bíða lengur með slátt ef seint er borið á. Við mat á áburðartímum
þarf einnig að taka tillit til magns og gæða prótíns.
Styrkur niturs í grasi í 1. sl. fer einkum eftir magni áburðar að vori og er því mestur