Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 165
157
Þá þarf að hafa í huga að þetta eru meðaltöl yfir langt tímabil. Þó aðeins muni nokkrum
dögum á meðaltali tveggja staða getur munurinn sum ár verið mun meiri. Ef t.d. jörð kemur
klakalaus undan vetri á Suðurlandi og suðlægar áttir eru ríkjandi um vorið er munur milli
staða á því hvenær byrjar að grænka lítill. Munurinn er hins vegar meiri eftir ffemur kalda
vetur í árum þegar norðlægar áttir ríkja að vori.
Mánuður líður ffá því fyrstu túnin fara að grænka þar til þau síðustu byrja að grænka. Á
flestum stöðvanna byrjar þó vorgróður á tímabilinu ffá apríifokum fram í miðjan maí. Breyti-
leiki innan landshluta er mikill, ekki síst á Norðurlandi. Út frá niðurstöðunum í 1. töflu og
reynslu manna má skipta landinu gróflega í 4 flokka eftir því hvenær byrjar að grænka:
1. Vorgróður hefst um eða fyrir 25. aprfl. í þessum flokki eru m.a. Eyjafjöll, Fijóts-
hlíð, Mýrdalur, austurhluti Síðunnar, hluti af A.-Skaftafellssýslu og e.t.v. af-
markaðir staðir í öðrum landshlutum.
2. Vorgróður hefst fyrstu dagana í maí. í þessum flokki eru flestar lágsveitir Suður-
lands, aðrar en þær sem þegar hafa verið nefndar, margar lágsveitir á Vesturlandi
og skjólsælar sveitir á Norður- og Austurlandi.
3. Vorgróður hefst u.þ.b. viku af maí. í þessum flokki er stór hluti Norður- og
Austurlands og uppsveitir Suður- og Vesturlands.
4. Vorgróður hefst um miðjan maí eða seinna. í þessum flokki eru t.d. norðanverðir
Vestfirðir, útsveitir á Norður- og Austurlandi sem og bæir sem liggja mjög hátt yfir
sjó í þessum landshlutum og jafnvel öðrum einnig.
Að meðaltali líða rúmar þrjár vikur frá því fyrstu túnin teljast algræn þar til þau síðustu
verða algræn. Á flestum stöðvanna urðu tún þó algræn á tímabilinu frá 21. maí til 4. júní. Tún
á Hólum í Hornafirði, Vík og Sámsstöðum eru fyrst, um miðjan maí. Stöðvar á vestanverðu
landinu eru a.m.k. viku seinni og sömuleiðis nokkrar stöðvar í öðrum landshlutum. Víða á
Norðurlandi, Austurlandi og í uppsveitum Suðurlands gerist þetta svo öðru hvoru megin við
mánaðamótin maí/júní.
Líklega er matið á því hvenær tún verða algræn betur fallið til samanburðar á einstökum
stöðvum en mat á því hvenær byrjar að grænka. Það er meiri breytileiki í mati manna á byrjun
gróanda en hinu.
í 2. töflu eru dagsetningar þegar úthagi verður algrænn að meðaltali. Úthagi er í eðli
sínu mun breytilegri en túnin. Fyrst grænkaði úthagi á Sámsstöðum og í Vík, í byrjun júní og
á öllum stöðum nær úthagi að grænka í júní, nema á Þorvaldsstöðum, þar dregst það fram
undir miðjan júlí. Ekki er af þessum tölum hægt að sjá neinn eindreginn mun milli gróður-
lenda. Þar sem sina er mikil seinkar hún græna litnum verulega.
Mikill breytileiki er í byrjun gróanda frá ári til árs á hverjum stað. Að meðaltali eru 60
dagar á milli þess árs sem fýrst byrjaði að grænka og þess árs er síðast byrjaði að grænka á
sama stað. Breytileikinn er minni á því hvenær tún teljast algræn eða 39 dagar að meðaltali og
41 dagur fyrir úthagann.
Byrjun gróanda og veðurfar
Samspil veðurfars og byrjunar gróanda er flóknara á íslandi og í Skandinavíu en sunnar í álf-
unni. Þar koma til áhrif svella, snjóa og jarðklaka. Það er þó ljóst að ekki sést grænn litur á