Ráðunautafundur


Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 186

Ráðunautafundur - 15.02.1998, Side 186
178 slysahættu og erlendis eru nokkuð skýrar reglugerðir um hvernig ganga skuli frá slíkum úti- tönkum út frá öryggissjónarmiði. UPPBYGGING ÚTITANKA Eins og áður sagði þarf ekki að steypa fastan grunn fyrir þessar geymslur. Þær má einfaldlega byggja á jöfnum malarlagi sem er með tiltölulega fínu sandlagi efst og að sjálfsögðu að gæta þess að ekki komist frostlyftingar í undirlagið. Lagnir til og frá tanknum eru lagðar í undir- lagið og síðan er festur niður hringur sem mótar grunnflöt tanksins. Plöturnar sem tankurinn er samsettur úr eru galvanhúðaðar stálplötur, um 2 mm að þykkt, og hver myndar hluta úr hring. Yfirborðsmeðferð er með sérstakri áferð til að hún falli sem best að umhverfinu og standi vel af sér tæringu. Við uppsetningu eru einingarnar boltaðar saman, byrjað á neðsta hring og síðan hver gjörð ofan á aðra, hver er um 1,2 m að hæð. Á efstu gjörð ofanverða er settur styrktarvinkill til að lögunin haldist sem best. Sé ætlunin að setja þak yfir þessa geymslu er í miðju geymslunnar sett niður festing úr steinsteypu sem súla gengur niður í en hún ber uppi miðju þaksins sem einnig er úr dúk sem með sérsmíðuðum festingum eru tengdar við áðurnefndan vinkil á efstu gjörð. Að þessu loknu er settur inn í tankinn dúkur sem hefur sérstaka eiginleika gagnvart tæringarefnum mykjunnar, en hann er breytilegur að þykkt og gerð eftir því hvað menn ætla honum langan endingartíma. Hann er einfaldlega lagður beint á undirlagið og gengið er sér- staklega ffá tengibúnaði í botninum. Dúkurinn nær upp fyrir brúnir tanksins og er festur þar. Ekki er ráðlegt að hafa tankinn tóman vegna þess að vindsveipir geta feykt dúknum til inn í tanknum. Á tankinn er þegar í upphafi settur hræribúnaður sem er neðantil við miðju tanksins Hann er tengdur beint við tengidrif dráttarvélar og er búnaðurinn líkur skipsskrúfu að upp- byggingu. Með þeim einfalda búnaði á að vera hægt að hræra upp í tanknum eftir þörfum og án þess þó að þeyta mykjunni of mikið upp yfir yfirborðið og þannig koma I veg fyrir upp- gufun köfnunarefnis eða annarra rokgjarna efna. Umhverfis tankinn í nokkurri fjarlægð er síðan ráðlagt að vera með drenlögn sem tengt er brunni þar sem hægt er að fylgjast með því ef að leki skyldi koma fram og þá er með fljótlegum hætti unnt að gera ráðstafanir. Þessar gerðir af tönkum er hægt að fá í nær öllum stærðum og þeir sem eru boðnir hér á landi eru frá því um 60 tonn eða rúmmetrar upp í um 1200 og þvermál frá um 4,5 m upp í um 20 m. Framleið- andi veitir 5 ára ábyrgð á uppsettum tönkum séu þeir settir upp samkvæmt fyrirmælum frá honum. TENGI- OG DÆLUBÚNAÐUR Með nútíma dælubúnaði fyrir mykju eiga ekki áð vera nein vandkvæði á því að flytja mykjuna í geymsluþró við gripahús og út í mykjutank. Á markaðinum er ýmiskonar dælu- búnaður sem til greina kemur. Venjulegar miðflóttaaflsdælur gefa allt að eitt bar í hámarks- þrýsting sem á að vera nægilegar í venjulegum tilvikum, en einnig er hægt að fá snigil- og snertladælur sem hafa að vísu minni afköst en geta gefið töluvert mikið meiri þrýsting, eða 5- 10 bör. Tengibúnaður milli gripahúss og tanks er að jafnaði yfirleitt bæði með börkum og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.