Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 186
178
slysahættu og erlendis eru nokkuð skýrar reglugerðir um hvernig ganga skuli frá slíkum úti-
tönkum út frá öryggissjónarmiði.
UPPBYGGING ÚTITANKA
Eins og áður sagði þarf ekki að steypa fastan grunn fyrir þessar geymslur. Þær má einfaldlega
byggja á jöfnum malarlagi sem er með tiltölulega fínu sandlagi efst og að sjálfsögðu að gæta
þess að ekki komist frostlyftingar í undirlagið. Lagnir til og frá tanknum eru lagðar í undir-
lagið og síðan er festur niður hringur sem mótar grunnflöt tanksins. Plöturnar sem tankurinn
er samsettur úr eru galvanhúðaðar stálplötur, um 2 mm að þykkt, og hver myndar hluta úr
hring. Yfirborðsmeðferð er með sérstakri áferð til að hún falli sem best að umhverfinu og
standi vel af sér tæringu. Við uppsetningu eru einingarnar boltaðar saman, byrjað á neðsta
hring og síðan hver gjörð ofan á aðra, hver er um 1,2 m að hæð. Á efstu gjörð ofanverða er
settur styrktarvinkill til að lögunin haldist sem best. Sé ætlunin að setja þak yfir þessa
geymslu er í miðju geymslunnar sett niður festing úr steinsteypu sem súla gengur niður í en
hún ber uppi miðju þaksins sem einnig er úr dúk sem með sérsmíðuðum festingum eru
tengdar við áðurnefndan vinkil á efstu gjörð.
Að þessu loknu er settur inn í tankinn dúkur sem hefur sérstaka eiginleika gagnvart
tæringarefnum mykjunnar, en hann er breytilegur að þykkt og gerð eftir því hvað menn ætla
honum langan endingartíma. Hann er einfaldlega lagður beint á undirlagið og gengið er sér-
staklega ffá tengibúnaði í botninum. Dúkurinn nær upp fyrir brúnir tanksins og er festur þar.
Ekki er ráðlegt að hafa tankinn tóman vegna þess að vindsveipir geta feykt dúknum til inn í
tanknum. Á tankinn er þegar í upphafi settur hræribúnaður sem er neðantil við miðju tanksins
Hann er tengdur beint við tengidrif dráttarvélar og er búnaðurinn líkur skipsskrúfu að upp-
byggingu. Með þeim einfalda búnaði á að vera hægt að hræra upp í tanknum eftir þörfum og
án þess þó að þeyta mykjunni of mikið upp yfir yfirborðið og þannig koma I veg fyrir upp-
gufun köfnunarefnis eða annarra rokgjarna efna. Umhverfis tankinn í nokkurri fjarlægð er
síðan ráðlagt að vera með drenlögn sem tengt er brunni þar sem hægt er að fylgjast með því ef
að leki skyldi koma fram og þá er með fljótlegum hætti unnt að gera ráðstafanir. Þessar gerðir
af tönkum er hægt að fá í nær öllum stærðum og þeir sem eru boðnir hér á landi eru frá því
um 60 tonn eða rúmmetrar upp í um 1200 og þvermál frá um 4,5 m upp í um 20 m. Framleið-
andi veitir 5 ára ábyrgð á uppsettum tönkum séu þeir settir upp samkvæmt fyrirmælum frá
honum.
TENGI- OG DÆLUBÚNAÐUR
Með nútíma dælubúnaði fyrir mykju eiga ekki áð vera nein vandkvæði á því að flytja
mykjuna í geymsluþró við gripahús og út í mykjutank. Á markaðinum er ýmiskonar dælu-
búnaður sem til greina kemur. Venjulegar miðflóttaaflsdælur gefa allt að eitt bar í hámarks-
þrýsting sem á að vera nægilegar í venjulegum tilvikum, en einnig er hægt að fá snigil- og
snertladælur sem hafa að vísu minni afköst en geta gefið töluvert mikið meiri þrýsting, eða 5-
10 bör. Tengibúnaður milli gripahúss og tanks er að jafnaði yfirleitt bæði með börkum og