Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 14
u
RAÐUNRUTRfUNDUR 2001
Frumframleiðendur og tákn-neytendur
Anna Karlsdóttir' ’
landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri / Roskilde University, DK
YFIRLIT
Rannsóknir á stjórnskipulagsbreytingum matvælafyrirtækja á liðnum árum sýna fram á að innan matvæla að-
fangageirans (ef svo má að orði komast) í Evrópu og í Bandaríkjunum hafa oróið miklar og dramatískar breyt-
ingar. Ekki einungis á vinnsluháttum og tæknilegum kröfum og stöðlum, heldur einnig í markaðsaðgengi.
Frumframleiðendur, sem oft eru staðsettir í dreifbýli, hafa misst áhrif til smásölufyrirtækja, staðsett í
stórum borgarsamfélögum. Mikil samþjöppun virðist hafa orðið, ekki einungis í sölu á matvælum, en einnig í
stjórnskipulagi aðfanga. Þannig eru margar ólíkar stórmarkaðakeðjur í sama innkaupasambandi. Pólaþróun sem
þessi er frumframleiðendum í fæstum tilfellum hagstæð og kallar á nýjar hugmyndir meðal frumframleiðenda.
INNGANGUR
Landbúnaður er um margt líkur sjávarútvegi. þar eð um frumframleiðslugrein á matvælum er
að ræða. Reynsla úr sjávarútvegi sýnir að vinnslu og sölufyrirtæki hafa þurít að söðla talsvert
um til að mæta nýjum kröfum á markaði. Sjávarútvegurinn hefur einkennst af þeim sveiflum
sem eru í eðli atvinnuvegarins, þar eð starfsemi hans er framleiðsla í framlialdi auðlinda-
nýtingar, en sjálf framleiðslan beinist að markaði, sem oft á tíðum er svæðisbundinn og sér-
hæfður. Sjávarútvegsfyrirtæki* 2) hafa vegna djúpstæðrar kreppu í atvinnuveginum og um-
skipulags, ásamt alvarlegum auðlindaskorti, þurft að hætta að einblína einungis á hráefnið og
útvegsmálin. Sérstaklega hafa þau þurft að komast hjá því að verða háð staðbundnu hráefni.
Skortur á afla, ströng veiðistjómunarkerfi (t.d. kvótakerfið) og jafnvel fiskibann hefur því
mótað atvinnuveginn á tíunda áratugnum. Mikil vimra hefur því verið lögð í byggja upp að-
fangatengsl, en þar fyrir utan hefur höfuðáherslan verið lögð á að eila markaðstengsl (Karls-
dóttir 2000).
Á sama tírna hafa vinnsluhættir orðið tæknivæddari, gæða stöðlunarkerfi sem innleidd
voru um miðbik tíunda áratugarins (ISO 9000 og HACCP) eru nú frumforsenda þess að vera
með í samkeppninni. Sölutengsl hafa orðið skipulagðari.
Stefnubreytingu sjávaiútvegsfyrirtækja rná þá líta á í ljósi utanaðkomandi og imranverðra
áreita sem knýja fyrirtækið og stjórnendur til að breyta hegðunarmvnstri.
Oftast er slíkt breytingarferli langvinnt og erfítt, þrátt fyrir að hjól nýsköpunarinnar sem
drifl<nafts í samkeppni á markaði virðist snúast æ hraðar (Lundvall 1997).
Til að gera sér grein fýnir hvernig sjávarútvegsfyrirtæki breytast er nauðsynlegt að reyna
að skoða breytingarnar í stærra samhengi. Það auðveldar yfirsýn, þó það sé að einlrverju leyti
á kostnað nákvæmninnar.
Ef litið er á sjávarútveginn sem matvælakerfí kemur fram öimur sýn á sjávarútveg en
okkur er tamt (Maskell o.fl. 1998).
1 ýmsurn opinberum ráðagerðum, eins og t.d við innleiðingu kvótakerfis í sjávarútvegi,
var fyrst og fremst litið til útvegsendans og hagræðingar í fiskveiðum. Það var þó ljóst að
breytingar í hverjum einum þætti matv'ælakerfisins myndi hafa áhrif á aðra þætti þess, t.d.
myndu minni þorskveiðar breyta samsetningu tegunda í vimtslu er færu til markaðar og út-
'* Cand.Sc.soc, PhD stud. (landfræði); annak@hvanneyri.is
2) Sem hér skilgreinast sem vinnslu- og dreifingarfyrirtæki, bæði í frumvinnslu og „secondary processing".