Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 15
5
flutnings. Á íslandi hefur verið lenska að einblína á útvegsþáttinn og afkomu hans á kostnað
vinnsluþáttarins. Á undanförnum árum hefur þetta verið að breytast, sérstaklega eftir að
gengisstefna hætti að taka eingöngu mið af afkomu í sjávarútvegi.
Hægt er að færa rök fyrir því að sörnu lögmál gildi í landbúnaði. Landbúnaður er eins og
sjávarútvegurinn frumframleiðslugrein sem er hluti af stærra matvælakerfi. Ljóst er að margir
liðir koma nálægt umsköpun fisks eða landbúnaðarafurða - frá hráefni til niðurpakkaðrar
manneldisvöru í kæli- eða frystiborði stórmarkaðarins. Hér vel ég að skilgreina frumframleið-
endur sem bændur og afurðavinnslur. Margt er hliðstætt. eins og sjá má á 1. mynd.
ÓLÍKIR MATVÆLAGEIRAR LANDBÚNAÐAR OG SJÁVARÚTVEGSAFURÐA
Frumframleiðendur eiga það sameiginlegt að vera undirorpnir sveiflum í uppskeru og gæðum
þeirra afurða sem uppskomar eru. Aðfangaflæði getur því verið sveiflukennt og eins er verð
þess vegna að einhverju leyti sveiflukennt. Oftast hefur óunnið hráefni lítið geymsluþol.
Náttúruforsendurnar eru allsráðandi. Þróun á tækni og vinnubrögðum rniða að því að ná
tökum á óumflýjanlegum sveiflum í veðurfari, o.s.frv. Matvælaframleiðendur og afurða-
stöðvar sem eru háðir aðföngum frá frumframleiðendum em bæði í sjávarfangsgeiranum og í
landbúnaðargeiranum, háðir því að stjórna aðfangaflæði, til að lágmarka áhættu (Connor og
Schiek 1997, Zens 1994). Landbúnaðargeirinn og sjávarútvegsgeirinn hér á landi hafa verið
óiíkir hvað varðar sölu- og markaðstengsl. Landbúnaðarafúrðir hafa að mestu leyti beinst að
heimamarkaði á meðan að sjávarátvegsafurðir hafa að mestu verið útflutningsvara.
MARKAÐS-ENDINN
Nútímaneytendur hafa aðgang að afurðum frumframleiðenda á veitingastöðum. í matsölum
vinnustaða, en einkum þó mest meðvitað þegar þeir valsa um stórmarkaðinn að f’inna efnivið í
matseld heimafyrir. Það er hér sem neytendur hafa raunhæft val og þar sem fótspor og hand-
tök þeirra hafa aíleiðingar fyrir frumframleiðendur. Á síðustu áratugum hefur vinnsla afurða
orðið flóknari og raðir vöruafbrigða hafa litið dagsins ljós í kæli og frystiborðum. Vinnslu-
stigin eru mismunandi og ásýnd varanna einnig. Rannsóknir gerðar í Danmörku hafa ótvírætt
sýnt fram á að frumframleiðendur og matvælavinnslufyrirtæki sem selja til matvöruverslana
og dreifingaraðila líta svo á að þeir séu fyrst og frernst að semja við dreifingaraðila, en sjá
neytandann ekki sem markmið í sjálfu sér (Grunert og Brunso 1993). Ef þessar niðurstöður
endurspegla aðstæður rétt má færa rök fyrir því að gjá sé annars vegar á milli frumframleið-
enda og þeirra íúlltrúa (afurða- og sölustöðvar) og hins vegar neytandans sem velur sér mat-
vöru.
Óskir neytenda ráðast af staðbundnum óskum eins og matarhefðum, en í seinni tíð einnig
mjög þeim táknmyndum sem íjölmiðlar. auglýsendur og skoðanamyndendur framleiða. Það
má því segja að matvælaneytendur séu að vissu marki tákn-neytendur. Matvælaóskir nevt-
andans eru ekki einungis háðar næringarþörf, því þær eru oft tengdar tilfmningalegri reynslu
hvers og eins. En óskimar og valið eru einnig undir áhrifum annarra skynjunarþátta en
bragðs, áferðar og litar. Umbúðir og merki em einnig áhrifavaldar fyrir utan venjubundna
þætti eins og verð, gæðaeinkenni, staðsetningu í hillu o.fl.
Helstu einkenni þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í matvöruverslanageiranum eru
stækkun og fækkun eininga, og ýmis nýrri afbrigði verslanamenningar sem einkennast af
stærð og mismunandi áherslum í vöruúrvali og þjónustu (Warehouse club store, Superstores,
Hypermarkets og convenience stores, t.d. 7-11), en einnig að fleiri verslanakeðjur sameinast í
innkaupasambönd.